Er ESB lausnin fyrir Ísland? Reynir Böðvarsson skrifar 2. september 2024 09:02 Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun