Öryggi í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 2. september 2024 12:31 Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Umferðaröryggi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun