Er allt í gulu? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 4. september 2024 08:02 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðiseftirlit Pétur Maack Þorsteinsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun