Fjórar myndir af Íslandi Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. september 2024 18:31 Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Efnahagsmál Píratar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun