Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2024 16:45 Hunter Biden á leið í dómsal í Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24
Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54
Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08