„Hvers virði er ég?“ – Áskorun til barna- og unglingabókahöfunda Friðrik Erlingsson skrifar 11. september 2024 11:03 „Hvað vilja börn og unglingar lesa? Á hverju hafa þau áhuga?“ Við þessum ímynduðu spurningum höfunda og útgefanda má finna svar í því úrvali barna- og unglingabóka sem gefnar eru út hér á landi, bæði íslenskum og þýddum. Auðvelt er að skilja að útgefandi þurfi að hafa nokkuð fyrir snúð sinn og gefi helst ekki út aðrar bækur en þær sem útgáfan er nokkuð viss um að seljist upp í kostnað. Sú vissa gæti byggst á því að bókin sé frábær að mati útgefanda og líkleg til vinsælda, og/eða að höfundurinn sé það vel þekktur að sala upp í kostnað sé nokkuð örugg útfrá nafni hans einu saman. Auglýsingar og markaðsefni tryggja svo þá athygli sem bókin þarf til að ná sölu – og flestir vita að það eru foreldrar eða aðstandendur sem eru kaupendurnir, þótt markaðsefnið verði einnig að höfða til markhópsins sem bókin er ætluð fyrir. Þessi lýsing hér að ofan er það sem kalla mætti markaðsvæðingu barna- og unglingabóka. Markaðsvæðing er nauðsyn í því þrönga fjárhagslega umhverfi sem sérstaklega höfundum, en einnig útgefendum barna- og unglingabóka er sett, m.a. af hálfu opinberra sjóða. Því þrátt fyrir langar romsur margra ráðherra um nauðsyn barna- og unglingabóka, um vernd íslenskrar tungu, um mikilvægi lesturs o.sv.fr., þá eru aðgerðir af hálfu stjórnvalda næsta máttlausar þegar upp er staðið. Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafnsfræðingur, segir svo í frábærri grein: „Við höfum algjörlega eftirlátið markaðsöflum barnabókamarkaðinn og börn eru ekki með rödd á þeim markaði. Við styðjum ekkert sérstaklega vel við frábærubarnabókahöfundana okkar og það gildir einnig um þýðingar. Það er til dæmis hætt að þýða bækur í miðju kafi í öðrum hverjum bókaflokki fyrir börn og unglinga því útgáfan stendur ekki undir sér.“ Stóra vandamálið er að spurningar markaðsvæðingarinnar: „Hvað vilja börn og unglingar lesa? Á hverju hafa þau áhuga?“ eru einfaldlega rangar. Í fyrsta lagi er ómögulegt að alhæfa neitt um svo breiðan hóp. Hins vegar geta bækur, sem skrifaðar eru, framleiddar og auglýstar í þeim eina tilgangi að verða góð söluvara, í besta falli orðið afþreying en þær verða ekki góðar bækur, vegna þess að þær skortir það eitt sem ungur lesandi þráir hvað mest að finna: merkingu – og þar með tilgang. Hvað er merking? Hvað er merking? Það er sú upplifun lesanda sem ekki verður sett í orð heldur liggur á milli línanna; merking er andleg og líkamleg upplifun lesanda, sem kemur til af innlifun hans í söguna og persónur sögunnar, tilfinningar þeirra og innri átök. Því góð saga er ekki bara atburðir eða atburðarrás heldur fyrst og fremst trúverðugar persónur. Merking er ekki boðskapur heldur sú tilfinning sem höfundinum sjálfum liggur á hjarta, án þess að geta sett hana í orð. Merking er hin einlæga spurn höfundar til tilverunnar, sem lesandinn finnur svarið við í eigin hjarta. Svo saga hafi merkingu verður höfundur að búa yfir einlægni – og hugrekki til þess að vera einlægur við sjálfan sig og lesanda, en einlægni merkir hér fyrst og fremst nálgun höfundar og þann andblæ, það hjartalag, sem hann gefur af sjálfum sér í verk sitt. Svo hvað skyldu börn og unglingar vilja? Þau vilja finna svar við hinni eilífu og einlægu spurn sem öll ungmenni allra tíma hafa ævinlega og munu ávallt þurfa að glíma við: „Hvers virði er ég?“ Þetta er eilífðarspurning einstaklingsins á öllum æviskeiðum, en brýnust er hún á mótunarárunum þegar hinn vaknandi hugur fer að spyrja – og byrjar að efast, bæði um sjálfan sig og umheiminn. Höfundar verða því að leitast við að gefa – ekki endilega svar - heldur von um að lesandi muni finna sitt svar – og gefa vissu um að lesandinn sé ekki einn með þessa spurn, heldur sé hún sammannleg; einhver sú allra mannlegasta spurn sem til er: birtingarform sjálfrar mennskunnar í sinni brothættustu mynd. Sjálfsvirði drengja Sjálfsvirði drengja hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarin ár og áratugi, vegna linnulausrar og hatrammrar orðræðu um að allir karlmenn séu mögulegir ofbeldismenn og nauðgarar; að drengir eigi erfiðara með nám en stúlkur og séu varla læsir; að drengir séu upp til hópa fordómafullir, lifi og hrærist í eitraðri búningsklefamenningu og séu þar að auki staurblindir á forréttindi sín; að þeir séu afkvæmi feðraveldis sem muni gagnrýnislaust leiða þá til hálaunaðra starfa, þrátt fyrir skort þeirra á hæfileikum eða getu til nokkurs hlutar. Það blasir við öllum að þessi orðræða hefur haft grafalvarleg áhrif og alls ekki verið drengjum hjálpleg á nokkurn hátt heldur þvert á móti. Skólakerfið hefur kokgleypt þessa réttrúnaðar orðræðu í gegnum Kynjafræði, sem sannarlega hljóta að vera kynleg fræði, því það er nánast útilokað að finna námsefnið til að kynna sér það. Drengur á unglingsaldri sagði mér fyrir nokkrum dögum að þegar búið væri að hamra á því nógu lengi hvað strákar væru ómögulegir á flestum sviðum, m.a. lélegir í námi, þá kipptu þeir sér ekki lengur upp við það að fá lélegar einkunnir. „Já, auðvitað fæ ég bara C,“ segja þeir. „Ég er líka bara strákur.“ Þetta er m.a. afleiðing þess andlega ofbeldis sem drengir hafa mátt þola undanfarin ár og áratugi. Allt frá því að herferðin „Tökum dæturnar með í vinnuna“ um síðustu aldamót, fram að hinni fjandsamlegu verðlaunaveitingu Háteigsskóla við útskrift 10. bekkjar síðastliðið vor, þar sem enginn drengur fékk verðlaun fyrir námsárangur, hafa drengir markvisst verið hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir í opinberri umræðu; metnaði þeirra, keppnisskapi og eðlislægum ákafa gefin ljót uppnefni – þar til snögglega núna undanfarið að maður gengur undir manns hönd að lýsa yfir áhyggjum sínum af slakri frammistöðu þeirra í námi, af fjölgun sjálfsvíga í hópi unglingsdrengja, já, menn hafa áhyggjur af vondri líðan þeirra, þunglyndi og lélegri sjálfsmynd og skilja bara ekki hvernig á þessu geti staðið. Eftir 10. bekkjar útskrift Háteigsskóla skrifaði Bríet Konráðsdóttir facebook færslu þar sem hún sagði m.a.: „Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ „Hvers virði er ég?“ spyrja ungir drengir. Hið opinbera svar er: „Einskis virði.“ Merkingarvæðing barna- og unglingabóka Höfundar barna- og unglingabóka hafa hvorki völd né fjármagn til þess að hefja aðgerðir til hjálpar drengjum sem verða undir í þessari orrahríð, en þeir hafa vald yfir þeim sögum sem þeir láta frá sér - sögum sem geta og eiga að hafa áhrif. Það er engin furða að drengir hafa lítinn áhuga á að lesa barna- eða unglingabækur þar sem unnið er útfrá þeirri hugmyndafræði að þeir séu einhvers konar „untermensch“ sem verði að gjöra svo vel að breyta sér í eitthvað annað en þeir eru að upplagi eða vera að öðrum kosti félagslega útskúfaðir. Höfundar eiga það stundum til að leggja lag sitt við söng tímans í þessum efnum og setja sig í prédikunarstellingar. Og einhvers staðar mun vonsvikinn unglingur loka þeirri bók og líta ekki í hana framar, og kannski aldrei opna aftur bók ótilneyddur, því í þessari var ekkert að finna sem skipti hann máli, þótt verkið sé ef til vill lofað og prísað á öðrum vígstöðvum – sem skipta hinn unga lesenda ennþá minna máli. Hinn almenni skilningur á gæðum barna- og unglingabóka mælist oftast nær í sölutölum: Mest selda bókin hlýtur að vera best. En því miður er það ekki alltaf svo. Gamall málsháttur segir: Bók er best vina, og það má með sanni segja að bók sem talar við hjarta lesendans og færir honum merkingu og þar með tilgang er einhver besti og einlægasti vinur sem barn eða unglingur getur átt, því það er vinur sem stendur með honum gegnum þykkt og þunnt, ekki síst á hinum erfiðustu stundum. Markaðsvæðing barna- og unglingabóka getur verið tvíeggja sverð, því jafnt og hún getur skilað háum sölutölum, þá er innihaldið kannski ekki þeim gæðum ofið að lesandi finni það sem hann leitar hvað ákafast: einlægri merkingu frá hjarta til hjarta. Á þeim tímum sem nú eru uppi er brýnt að höfundar láti markaðsvæðingu verka sinna liggja á milli hluta, en hefji nú þegar af fullum krafti merkingarvæðingu barna- og unglingabóka. Svo má ég biðja höfunda barna- og unglingabóka að leggja sig betur fram um að skapa verk sem hjálpa lesanda að komast í gegnum dagana; segja sögur sem færa þeim örlitla von, kannski trú á lífið, hugrekki til að þrauka? Því ef höfundar ætla ekki að skrifa svoleiðis bækur, til hvers og fyrir hvern eru þeir þá að skrifa? Ef til vill er kominn tími til að hefja góðar „drengjabókmenntir“ til vegs og virðingar á nýjan leik. Þótt nokkrar góðar bækur geti tæplega breytt heiminum eða eytt áhrifum hins hatramma áróðurs gegn drengjum sem staðið hefur linnulaust yfir um skeið og stendur enn, þá geta góðar bækur breytt einstaklingnum, ef þær snerta við hjarta lesandans, færa honum merkingu – og þar með tilgang. Höfundur er rithöfundur og kvikmyndahandritshöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Börn og uppeldi Friðrik Erlingsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Hvað vilja börn og unglingar lesa? Á hverju hafa þau áhuga?“ Við þessum ímynduðu spurningum höfunda og útgefanda má finna svar í því úrvali barna- og unglingabóka sem gefnar eru út hér á landi, bæði íslenskum og þýddum. Auðvelt er að skilja að útgefandi þurfi að hafa nokkuð fyrir snúð sinn og gefi helst ekki út aðrar bækur en þær sem útgáfan er nokkuð viss um að seljist upp í kostnað. Sú vissa gæti byggst á því að bókin sé frábær að mati útgefanda og líkleg til vinsælda, og/eða að höfundurinn sé það vel þekktur að sala upp í kostnað sé nokkuð örugg útfrá nafni hans einu saman. Auglýsingar og markaðsefni tryggja svo þá athygli sem bókin þarf til að ná sölu – og flestir vita að það eru foreldrar eða aðstandendur sem eru kaupendurnir, þótt markaðsefnið verði einnig að höfða til markhópsins sem bókin er ætluð fyrir. Þessi lýsing hér að ofan er það sem kalla mætti markaðsvæðingu barna- og unglingabóka. Markaðsvæðing er nauðsyn í því þrönga fjárhagslega umhverfi sem sérstaklega höfundum, en einnig útgefendum barna- og unglingabóka er sett, m.a. af hálfu opinberra sjóða. Því þrátt fyrir langar romsur margra ráðherra um nauðsyn barna- og unglingabóka, um vernd íslenskrar tungu, um mikilvægi lesturs o.sv.fr., þá eru aðgerðir af hálfu stjórnvalda næsta máttlausar þegar upp er staðið. Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafnsfræðingur, segir svo í frábærri grein: „Við höfum algjörlega eftirlátið markaðsöflum barnabókamarkaðinn og börn eru ekki með rödd á þeim markaði. Við styðjum ekkert sérstaklega vel við frábærubarnabókahöfundana okkar og það gildir einnig um þýðingar. Það er til dæmis hætt að þýða bækur í miðju kafi í öðrum hverjum bókaflokki fyrir börn og unglinga því útgáfan stendur ekki undir sér.“ Stóra vandamálið er að spurningar markaðsvæðingarinnar: „Hvað vilja börn og unglingar lesa? Á hverju hafa þau áhuga?“ eru einfaldlega rangar. Í fyrsta lagi er ómögulegt að alhæfa neitt um svo breiðan hóp. Hins vegar geta bækur, sem skrifaðar eru, framleiddar og auglýstar í þeim eina tilgangi að verða góð söluvara, í besta falli orðið afþreying en þær verða ekki góðar bækur, vegna þess að þær skortir það eitt sem ungur lesandi þráir hvað mest að finna: merkingu – og þar með tilgang. Hvað er merking? Hvað er merking? Það er sú upplifun lesanda sem ekki verður sett í orð heldur liggur á milli línanna; merking er andleg og líkamleg upplifun lesanda, sem kemur til af innlifun hans í söguna og persónur sögunnar, tilfinningar þeirra og innri átök. Því góð saga er ekki bara atburðir eða atburðarrás heldur fyrst og fremst trúverðugar persónur. Merking er ekki boðskapur heldur sú tilfinning sem höfundinum sjálfum liggur á hjarta, án þess að geta sett hana í orð. Merking er hin einlæga spurn höfundar til tilverunnar, sem lesandinn finnur svarið við í eigin hjarta. Svo saga hafi merkingu verður höfundur að búa yfir einlægni – og hugrekki til þess að vera einlægur við sjálfan sig og lesanda, en einlægni merkir hér fyrst og fremst nálgun höfundar og þann andblæ, það hjartalag, sem hann gefur af sjálfum sér í verk sitt. Svo hvað skyldu börn og unglingar vilja? Þau vilja finna svar við hinni eilífu og einlægu spurn sem öll ungmenni allra tíma hafa ævinlega og munu ávallt þurfa að glíma við: „Hvers virði er ég?“ Þetta er eilífðarspurning einstaklingsins á öllum æviskeiðum, en brýnust er hún á mótunarárunum þegar hinn vaknandi hugur fer að spyrja – og byrjar að efast, bæði um sjálfan sig og umheiminn. Höfundar verða því að leitast við að gefa – ekki endilega svar - heldur von um að lesandi muni finna sitt svar – og gefa vissu um að lesandinn sé ekki einn með þessa spurn, heldur sé hún sammannleg; einhver sú allra mannlegasta spurn sem til er: birtingarform sjálfrar mennskunnar í sinni brothættustu mynd. Sjálfsvirði drengja Sjálfsvirði drengja hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarin ár og áratugi, vegna linnulausrar og hatrammrar orðræðu um að allir karlmenn séu mögulegir ofbeldismenn og nauðgarar; að drengir eigi erfiðara með nám en stúlkur og séu varla læsir; að drengir séu upp til hópa fordómafullir, lifi og hrærist í eitraðri búningsklefamenningu og séu þar að auki staurblindir á forréttindi sín; að þeir séu afkvæmi feðraveldis sem muni gagnrýnislaust leiða þá til hálaunaðra starfa, þrátt fyrir skort þeirra á hæfileikum eða getu til nokkurs hlutar. Það blasir við öllum að þessi orðræða hefur haft grafalvarleg áhrif og alls ekki verið drengjum hjálpleg á nokkurn hátt heldur þvert á móti. Skólakerfið hefur kokgleypt þessa réttrúnaðar orðræðu í gegnum Kynjafræði, sem sannarlega hljóta að vera kynleg fræði, því það er nánast útilokað að finna námsefnið til að kynna sér það. Drengur á unglingsaldri sagði mér fyrir nokkrum dögum að þegar búið væri að hamra á því nógu lengi hvað strákar væru ómögulegir á flestum sviðum, m.a. lélegir í námi, þá kipptu þeir sér ekki lengur upp við það að fá lélegar einkunnir. „Já, auðvitað fæ ég bara C,“ segja þeir. „Ég er líka bara strákur.“ Þetta er m.a. afleiðing þess andlega ofbeldis sem drengir hafa mátt þola undanfarin ár og áratugi. Allt frá því að herferðin „Tökum dæturnar með í vinnuna“ um síðustu aldamót, fram að hinni fjandsamlegu verðlaunaveitingu Háteigsskóla við útskrift 10. bekkjar síðastliðið vor, þar sem enginn drengur fékk verðlaun fyrir námsárangur, hafa drengir markvisst verið hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir í opinberri umræðu; metnaði þeirra, keppnisskapi og eðlislægum ákafa gefin ljót uppnefni – þar til snögglega núna undanfarið að maður gengur undir manns hönd að lýsa yfir áhyggjum sínum af slakri frammistöðu þeirra í námi, af fjölgun sjálfsvíga í hópi unglingsdrengja, já, menn hafa áhyggjur af vondri líðan þeirra, þunglyndi og lélegri sjálfsmynd og skilja bara ekki hvernig á þessu geti staðið. Eftir 10. bekkjar útskrift Háteigsskóla skrifaði Bríet Konráðsdóttir facebook færslu þar sem hún sagði m.a.: „Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ „Hvers virði er ég?“ spyrja ungir drengir. Hið opinbera svar er: „Einskis virði.“ Merkingarvæðing barna- og unglingabóka Höfundar barna- og unglingabóka hafa hvorki völd né fjármagn til þess að hefja aðgerðir til hjálpar drengjum sem verða undir í þessari orrahríð, en þeir hafa vald yfir þeim sögum sem þeir láta frá sér - sögum sem geta og eiga að hafa áhrif. Það er engin furða að drengir hafa lítinn áhuga á að lesa barna- eða unglingabækur þar sem unnið er útfrá þeirri hugmyndafræði að þeir séu einhvers konar „untermensch“ sem verði að gjöra svo vel að breyta sér í eitthvað annað en þeir eru að upplagi eða vera að öðrum kosti félagslega útskúfaðir. Höfundar eiga það stundum til að leggja lag sitt við söng tímans í þessum efnum og setja sig í prédikunarstellingar. Og einhvers staðar mun vonsvikinn unglingur loka þeirri bók og líta ekki í hana framar, og kannski aldrei opna aftur bók ótilneyddur, því í þessari var ekkert að finna sem skipti hann máli, þótt verkið sé ef til vill lofað og prísað á öðrum vígstöðvum – sem skipta hinn unga lesenda ennþá minna máli. Hinn almenni skilningur á gæðum barna- og unglingabóka mælist oftast nær í sölutölum: Mest selda bókin hlýtur að vera best. En því miður er það ekki alltaf svo. Gamall málsháttur segir: Bók er best vina, og það má með sanni segja að bók sem talar við hjarta lesendans og færir honum merkingu og þar með tilgang er einhver besti og einlægasti vinur sem barn eða unglingur getur átt, því það er vinur sem stendur með honum gegnum þykkt og þunnt, ekki síst á hinum erfiðustu stundum. Markaðsvæðing barna- og unglingabóka getur verið tvíeggja sverð, því jafnt og hún getur skilað háum sölutölum, þá er innihaldið kannski ekki þeim gæðum ofið að lesandi finni það sem hann leitar hvað ákafast: einlægri merkingu frá hjarta til hjarta. Á þeim tímum sem nú eru uppi er brýnt að höfundar láti markaðsvæðingu verka sinna liggja á milli hluta, en hefji nú þegar af fullum krafti merkingarvæðingu barna- og unglingabóka. Svo má ég biðja höfunda barna- og unglingabóka að leggja sig betur fram um að skapa verk sem hjálpa lesanda að komast í gegnum dagana; segja sögur sem færa þeim örlitla von, kannski trú á lífið, hugrekki til að þrauka? Því ef höfundar ætla ekki að skrifa svoleiðis bækur, til hvers og fyrir hvern eru þeir þá að skrifa? Ef til vill er kominn tími til að hefja góðar „drengjabókmenntir“ til vegs og virðingar á nýjan leik. Þótt nokkrar góðar bækur geti tæplega breytt heiminum eða eytt áhrifum hins hatramma áróðurs gegn drengjum sem staðið hefur linnulaust yfir um skeið og stendur enn, þá geta góðar bækur breytt einstaklingnum, ef þær snerta við hjarta lesandans, færa honum merkingu – og þar með tilgang. Höfundur er rithöfundur og kvikmyndahandritshöfundur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun