Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2024 13:19 Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hafði verið starfrækt síðan 1959. Kristján Berg Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefur verið lokað. Fiskbúðin var elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugina hafa feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson rekið fiskbúðina, en Tómas tók við rekstrinum af föður sínum fyrir nokkrum árum. Ágúst segir í samtali við fréttastofu að persónulegar ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun að loka. „Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa.“ Hann segir að í júlí hafi fiskbúðinni verið lokað, en í færslu á Facebook í ágúst kom fram að nauðsynlegt væri að hafa hana lokaða um óákveðinn tíma. Nú liggi hins vegar fyrir að verslunin mun ekki opna á ný. Í fiskbúðinni var meðal annars boðið upp á skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugl og svartfuglsegg.Kristján Berg Elsta starfandi fiskbúðin Ágúst segir að Fiskbúðin Trönuhrauni hafi fyrst opnað 15. desember 1959 og hafi því verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst tók við rekstri fiskbúðarinnar á níunda áratugnum og segir hann að margt hafi breyst síðan. „Það hefur eiginlega allt breyst síðan það var. Fiskneyslan og fiskurinn sem hefur verið í boði. Ég tek við árið 1986 og þá voru margir að koma tvisvar á dag, þrjá eða fjóra daga í viku. Þá var heldur ekki fiskur í hádeginu í skólum og vinnustöðum og fyrir vikið er nú ekki borðað jafn mikið af fiski á heimilum. En það er að sjálfsögðu erfitt að sjá á eftir alvöru fiskbúð.“ Fiskbúðin á Sundlaugavegi í Reykjavík var fyrst opnuð árið 1947 en henni var lokað síðasta vor. Hún mun þó opna á ný á næstu dögum með nýjum eigendum. Það má því segja að fiskbúðin í Trönuhrauni hafi verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu þegar henni var lokað. Hrikalega mikil niðursveifla Kristján Berg, sem einnig gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, vakti athygli á tíðindunum úr Hafnarfirði í færslu á Facebook í gær. „30 niður í 6. Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar. Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri. Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir,“ segir Kristján og vísar þar í að þegar hann hafi hafið störf sem fisksali, átján ára gamall, hafi verið þrjátíu fiskbúðir starfandi í Reykjavík. Nú séu þær sex. Hann segir að Fiskbúðin í Trönuhrauni hafi haft orð á sér að vera alltaf með góðan fisk og halda á lofti íslenskum hefðum og íslensku hráefni. „Boðið uppá íslenskt hráefni, eins og skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugli og svartfuglseggjum svo dæmi séu nefnd. Það sem ég hef áhyggjur af og hef ég haft þessar áhyggjur lengi, er að þessar fiskverslanir eru hratt að týna tölunni. Þeim fækkar og fækkar. Það sem gerist líka er að uppruni okkar, sá matur og matarmenning okkar sem við borðuðum í gamla daga er að hverfa. Nægir að nefna hrikalega mikla niðursveiflu í sölu á ferskum þorsk hrognum,“ segir Kristján. Hann hvetur landsmenn til að borða meiri fisk og heimsækja fiskbúðirnar. „Án viðskiptavina, þá loka fleiri verslanir innan skamms. Þannig virkar bara þessi viðskipti. Sorgarkveðja og sendi ég landsmönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Kristján. Hafnarfjörður Verslun Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. 10. september 2024 12:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Síðustu áratugina hafa feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson rekið fiskbúðina, en Tómas tók við rekstrinum af föður sínum fyrir nokkrum árum. Ágúst segir í samtali við fréttastofu að persónulegar ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun að loka. „Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa.“ Hann segir að í júlí hafi fiskbúðinni verið lokað, en í færslu á Facebook í ágúst kom fram að nauðsynlegt væri að hafa hana lokaða um óákveðinn tíma. Nú liggi hins vegar fyrir að verslunin mun ekki opna á ný. Í fiskbúðinni var meðal annars boðið upp á skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugl og svartfuglsegg.Kristján Berg Elsta starfandi fiskbúðin Ágúst segir að Fiskbúðin Trönuhrauni hafi fyrst opnað 15. desember 1959 og hafi því verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst tók við rekstri fiskbúðarinnar á níunda áratugnum og segir hann að margt hafi breyst síðan. „Það hefur eiginlega allt breyst síðan það var. Fiskneyslan og fiskurinn sem hefur verið í boði. Ég tek við árið 1986 og þá voru margir að koma tvisvar á dag, þrjá eða fjóra daga í viku. Þá var heldur ekki fiskur í hádeginu í skólum og vinnustöðum og fyrir vikið er nú ekki borðað jafn mikið af fiski á heimilum. En það er að sjálfsögðu erfitt að sjá á eftir alvöru fiskbúð.“ Fiskbúðin á Sundlaugavegi í Reykjavík var fyrst opnuð árið 1947 en henni var lokað síðasta vor. Hún mun þó opna á ný á næstu dögum með nýjum eigendum. Það má því segja að fiskbúðin í Trönuhrauni hafi verið elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu þegar henni var lokað. Hrikalega mikil niðursveifla Kristján Berg, sem einnig gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, vakti athygli á tíðindunum úr Hafnarfirði í færslu á Facebook í gær. „30 niður í 6. Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar. Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri. Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir,“ segir Kristján og vísar þar í að þegar hann hafi hafið störf sem fisksali, átján ára gamall, hafi verið þrjátíu fiskbúðir starfandi í Reykjavík. Nú séu þær sex. Hann segir að Fiskbúðin í Trönuhrauni hafi haft orð á sér að vera alltaf með góðan fisk og halda á lofti íslenskum hefðum og íslensku hráefni. „Boðið uppá íslenskt hráefni, eins og skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugli og svartfuglseggjum svo dæmi séu nefnd. Það sem ég hef áhyggjur af og hef ég haft þessar áhyggjur lengi, er að þessar fiskverslanir eru hratt að týna tölunni. Þeim fækkar og fækkar. Það sem gerist líka er að uppruni okkar, sá matur og matarmenning okkar sem við borðuðum í gamla daga er að hverfa. Nægir að nefna hrikalega mikla niðursveiflu í sölu á ferskum þorsk hrognum,“ segir Kristján. Hann hvetur landsmenn til að borða meiri fisk og heimsækja fiskbúðirnar. „Án viðskiptavina, þá loka fleiri verslanir innan skamms. Þannig virkar bara þessi viðskipti. Sorgarkveðja og sendi ég landsmönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Kristján.
Hafnarfjörður Verslun Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. 10. september 2024 12:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. 10. september 2024 12:59