Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar 12. september 2024 13:30 Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar