Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 13. september 2024 07:33 Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun