Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 13. september 2024 07:33 Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun