Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 06:37 Konur lesa Kóraninn við grafir fallinna liðsmanna Hezbollah í úthverfi Líbanon. AP/Hussein Malla Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. Ísraelsher sagðist meðal annars hafa hæft hundruð eldflaugastæða, sem Hezbollah hefði ætlað að nota í náinni framtíð. Reuters hefur eftir heimildarmönnum í Líbanon að um hafi verið að ræða umfangsmestu loftárásir Ísraela gegn Hezbolla frá því að átök brutust út 7. október í fyrra. Nasrallah hótaði, sem fyrr segir, hefndum gegn Ísrael í gær, „þar sem menn ættu von á því og þar sem menn ættu ekki von á því“. Alls 37 létust og um 3.200 slösuðust þegar símboðar og talstöðvar notaðar af Hezbollah sprungu á þriðjudag og miðvikudag. Börn voru meðal látinna og slasaðra. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en höfðu áður gefið það út að markmið þeirra í yfirstandandi hernaðaraðgerðum hefðu verið útvíkkuð frá því að tortíma Hamas á Gasa og miðuðu nú einnig að því að koma íbúum í norðurhluta landsins aftur heim, sem hefðu þurft að flýja vegna árása Hezbollah. Nasrallah viðurkenndi að sprengingarnar í vikunni hefðu verið mikið áfall fyrir Hezbollah. Hann sagði að farið hefði verið yfir allar „rauðar línur“, lög og siðferði. Háttsettir sendifulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu funduðu í París í gær. Von er á Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þangað í dag en hann hefur dvalið í Kaíró að ræða mögulegt vopnahlé á Gasa. Talsmaður Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði forsetann enn telja möguleika á að ná fram vopnahléi en Hvíta húsið hefur varað alla aðila við því að grípa til stigmögnunar. Ástandið er þó afar viðkvæmt eftir sprengingarnar í vikunni og yfirlýsingar Ísraels um „nýjan fasa“ hernaðaraðgerða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ísraelsher sagðist meðal annars hafa hæft hundruð eldflaugastæða, sem Hezbollah hefði ætlað að nota í náinni framtíð. Reuters hefur eftir heimildarmönnum í Líbanon að um hafi verið að ræða umfangsmestu loftárásir Ísraela gegn Hezbolla frá því að átök brutust út 7. október í fyrra. Nasrallah hótaði, sem fyrr segir, hefndum gegn Ísrael í gær, „þar sem menn ættu von á því og þar sem menn ættu ekki von á því“. Alls 37 létust og um 3.200 slösuðust þegar símboðar og talstöðvar notaðar af Hezbollah sprungu á þriðjudag og miðvikudag. Börn voru meðal látinna og slasaðra. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en höfðu áður gefið það út að markmið þeirra í yfirstandandi hernaðaraðgerðum hefðu verið útvíkkuð frá því að tortíma Hamas á Gasa og miðuðu nú einnig að því að koma íbúum í norðurhluta landsins aftur heim, sem hefðu þurft að flýja vegna árása Hezbollah. Nasrallah viðurkenndi að sprengingarnar í vikunni hefðu verið mikið áfall fyrir Hezbollah. Hann sagði að farið hefði verið yfir allar „rauðar línur“, lög og siðferði. Háttsettir sendifulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu funduðu í París í gær. Von er á Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þangað í dag en hann hefur dvalið í Kaíró að ræða mögulegt vopnahlé á Gasa. Talsmaður Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði forsetann enn telja möguleika á að ná fram vopnahléi en Hvíta húsið hefur varað alla aðila við því að grípa til stigmögnunar. Ástandið er þó afar viðkvæmt eftir sprengingarnar í vikunni og yfirlýsingar Ísraels um „nýjan fasa“ hernaðaraðgerða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira