„Þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 21:03 Hala Tómasdóttir, forseti Íslands, segir að ráðast þurfi í þjóðarátak. Vísir/Bjarni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á. Skipuleggjandi kertasölunnar til styrktar minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sem hún hlaut í stunguárás á Menningarnótt, fulltrúar frá verslunum sem seldu kertin og kennarar og nemendur úr Salaskóla, þar sem Bryndís Klara gekk í skóla, komu saman í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni til að afhenda forseta Íslands og verndara sjóðsins fjármuni sem höfðu safnast til styrktar honum. Tæpar sjö milljónir króna söfnuðust með kertasölu. „Ég upplifði mikla sorg og vanmátt og fannst ég þurfa að gera eitthvað,“ segir Anna Björt Sigurðardóttir, skipuleggjandi kertasölunnar. „Ég sendi bara tölvupóst á öll stóru fyrirtækin á sunnudagsmorgni og það var ekki að spyrja að viðbrögðunum.“ Magnað að sjá samtakamátt þjóðarinnar Fólk var hvatt til að kveikja á kertum kvöldið sem Bryndís Klara var borin til grafar. Anna Björt gekk um hverfið sitt þetta kvöld og sá ljós á nánast hverju dyraþrepi. Anna Björt skipulagði kertasöluna.Vísir/Bjarni „Svo voru sumir búnir að breyta útilýsingunni sinni og gera hana bleika, sem var virkilega fallegt,“ segir Anna Björt. „Mér finnst þetta alveg magnað. Og mér finnst alveg magnað hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill og hvað ef við tökum öll höndum saman við getum látið gott af okkur leiða.“ Fundu fyrir þörf til að láta gott af sér leiða Nemendur Salaskóla söfnuðu einnig til styrktar minningarsjóðnum í árlegu góðgerðahlaupi. Tæp ein og hálf milljón safnaðist í hlaupinu. Ísak Guðmarsson Leví, íþróttakennari í Salaskóla, segir starfsmenn hafa fundið fyrir þörf bæði í eigin hópi og meðal nemenda til að sýna samkennd og stuðning á þessum erfiðu tímum og láta gott af sér leiða. „Nemendur hlupu fjóra hringi í kringum skólann, hver hringur er 2,5 kílómetrar. Nemendur hlupu mislangt eftir aldri. Það var gleði og fallegur andi yfir hópnum og við fengum mjög fallegan dag, eins og Bryndís Klara var. Foreldrar, forráðamenn og aðrir í skólasamfélaginu styrktu þetta brýna málefni,“ segir Ísak. Ísak Guðmarsson Leví íþróttakennari við Salaskóla segir skólasamfélagið hafa fundið fyrir þörf til að láta gott af sér leiða.Vísir/Bjarni Bryndís Klara var nemandi við Salaskóla. Hvernig er tilfinningin að geta lagt minningarsjóðnum hennar lið? „Falleg og góð. Manni líður alveg ótrúlega vel í hjartanu. Þetta er svo merkingarbær dagur og mikilvægt fyrir okkur sem lítill skóli að geta brugðist við með þessum hætti. Það er virkilega góð tilfinning.“ „Ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari minningarsjóðsins, segist fyrst og fremst þakklát þeim sem lögðu söfnuninni lið. „Hér taka bæði einstaklingar, vinnustaðir og skólar sig til, til að veita sorginni í uppbyggilegan farveg. Það er auðvitað sorg í skólanum hennar Bryndísar Klöru, það er sorg í samfélaginu. Það að það skyldu safnast hér um níu milljónir held ég að skipti mjög miklu máli og blási öðrum byr undir báða vængi að við getum gert eitthvað,“ segir Halla. Hún segir þjóðarátak þurfa til að bregðast við ofbeldisþróuninni í samfélaginu. „Það byrjar heima hjá hverju og einu okkar. Hver veljum við að vera á hverjum einasta degi. Tökum við utan um hvort annað, horfum við í augun á hvoru öðru,“ segir Halla. „Það er val sem okkur stendur til boða og það er brýnt að við veljum það öll. Það mun taka tíma, þannig að þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna.“ Stunguárás við Skúlagötu Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Skipuleggjandi kertasölunnar til styrktar minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sem hún hlaut í stunguárás á Menningarnótt, fulltrúar frá verslunum sem seldu kertin og kennarar og nemendur úr Salaskóla, þar sem Bryndís Klara gekk í skóla, komu saman í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni til að afhenda forseta Íslands og verndara sjóðsins fjármuni sem höfðu safnast til styrktar honum. Tæpar sjö milljónir króna söfnuðust með kertasölu. „Ég upplifði mikla sorg og vanmátt og fannst ég þurfa að gera eitthvað,“ segir Anna Björt Sigurðardóttir, skipuleggjandi kertasölunnar. „Ég sendi bara tölvupóst á öll stóru fyrirtækin á sunnudagsmorgni og það var ekki að spyrja að viðbrögðunum.“ Magnað að sjá samtakamátt þjóðarinnar Fólk var hvatt til að kveikja á kertum kvöldið sem Bryndís Klara var borin til grafar. Anna Björt gekk um hverfið sitt þetta kvöld og sá ljós á nánast hverju dyraþrepi. Anna Björt skipulagði kertasöluna.Vísir/Bjarni „Svo voru sumir búnir að breyta útilýsingunni sinni og gera hana bleika, sem var virkilega fallegt,“ segir Anna Björt. „Mér finnst þetta alveg magnað. Og mér finnst alveg magnað hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill og hvað ef við tökum öll höndum saman við getum látið gott af okkur leiða.“ Fundu fyrir þörf til að láta gott af sér leiða Nemendur Salaskóla söfnuðu einnig til styrktar minningarsjóðnum í árlegu góðgerðahlaupi. Tæp ein og hálf milljón safnaðist í hlaupinu. Ísak Guðmarsson Leví, íþróttakennari í Salaskóla, segir starfsmenn hafa fundið fyrir þörf bæði í eigin hópi og meðal nemenda til að sýna samkennd og stuðning á þessum erfiðu tímum og láta gott af sér leiða. „Nemendur hlupu fjóra hringi í kringum skólann, hver hringur er 2,5 kílómetrar. Nemendur hlupu mislangt eftir aldri. Það var gleði og fallegur andi yfir hópnum og við fengum mjög fallegan dag, eins og Bryndís Klara var. Foreldrar, forráðamenn og aðrir í skólasamfélaginu styrktu þetta brýna málefni,“ segir Ísak. Ísak Guðmarsson Leví íþróttakennari við Salaskóla segir skólasamfélagið hafa fundið fyrir þörf til að láta gott af sér leiða.Vísir/Bjarni Bryndís Klara var nemandi við Salaskóla. Hvernig er tilfinningin að geta lagt minningarsjóðnum hennar lið? „Falleg og góð. Manni líður alveg ótrúlega vel í hjartanu. Þetta er svo merkingarbær dagur og mikilvægt fyrir okkur sem lítill skóli að geta brugðist við með þessum hætti. Það er virkilega góð tilfinning.“ „Ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari minningarsjóðsins, segist fyrst og fremst þakklát þeim sem lögðu söfnuninni lið. „Hér taka bæði einstaklingar, vinnustaðir og skólar sig til, til að veita sorginni í uppbyggilegan farveg. Það er auðvitað sorg í skólanum hennar Bryndísar Klöru, það er sorg í samfélaginu. Það að það skyldu safnast hér um níu milljónir held ég að skipti mjög miklu máli og blási öðrum byr undir báða vængi að við getum gert eitthvað,“ segir Halla. Hún segir þjóðarátak þurfa til að bregðast við ofbeldisþróuninni í samfélaginu. „Það byrjar heima hjá hverju og einu okkar. Hver veljum við að vera á hverjum einasta degi. Tökum við utan um hvort annað, horfum við í augun á hvoru öðru,“ segir Halla. „Það er val sem okkur stendur til boða og það er brýnt að við veljum það öll. Það mun taka tíma, þannig að þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna.“
Stunguárás við Skúlagötu Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira