Gervigreindin og atvinnulífið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 24. september 2024 08:32 Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun