Það er verið að hafa okkur að fíflum. Davíð Bergmann skrifar 25. september 2024 21:02 Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Davíð Bergmann Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar