Það er verið að hafa okkur að fíflum. Davíð Bergmann skrifar 25. september 2024 21:02 Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Davíð Bergmann Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar