Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 23:18 Svartur reykur yfir úthverfi í sunnanverðri Beirút í kvöld. Ísraelar héldu loftárásum sínum þar áfram. AP/Hassan Ammar Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé fyrsta tilkynning sinnar tegundar á þessu svæði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ísraelsher að Hezbollah-samtökin geymi vopn undir íbúðarbyggingunum sem hann gerði loftárásir á í kvöld. Hætta væri á því að hús hryndu í sprengingum af völdum flugskeyta. Fréttaritari BBC í Beirút segir að þykkur reykur stígi nú upp frá Dahieh-hverfi borgarinnar. Það er höfuðvígi Hezbollah í borginni. Íbúar þar búi sig undir langa nótt. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að í það minnsta sex hafi fallið í loftárásum Ísraeal á sunnanverða Beirút í dag. Að minnsta kosti 91 hafi særst. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Árásir dagsins beindust að forystu Hezbollah, þar á meðal Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtoga samtakanna. Engar staðfestar fréttir hafa borist af örlögum hans. Heimildarmaður Reuters með tengsl við Hezbollah fullyrðir að Nasrallah sé á lífi og írönsk ríkisfréttastofa sömuleiðis. Miðlar Hezbollah hafa ekkert gefið uppi um hvort Nasrallah sé lífs eða liðinn. Fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Líbanon Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. 27. september 2024 16:02