Þetta gengur ekki lengur! Reynir Böðvarsson skrifar 28. september 2024 16:02 Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun