Þetta gengur ekki lengur! Reynir Böðvarsson skrifar 28. september 2024 16:02 Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun