„Sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:30 Hilmar Árni var heiðraður fyrir leik Stjörnunnar og HK. Vísir/Diego Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, lauk MA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands nú í sumar. Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur innan vallar þá eru aðrir hlutir honum efst í huga. Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5) Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti