Eru sósíaldemokratískir flokkar smátt og smátt að hverfa? Reynir Böðvarsson skrifar 30. september 2024 22:30 Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun