Nokkrum rangfærslum í málflutningi menningarráðherra svarað Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifa 7. október 2024 09:01 Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið. Menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur farið í nokkur viðtöl til að útskýra sína hlið á málinu. Þó að margt ágætt hafi komið þar fram verður ekki hjá því komist að leiðrétta nokkrar rangfærslur í málflutningi ráðherra. 1. Í fyrsta lagi setjum við spurningarmerki við skilning ráðherra á því hvað er íslensk kvikmyndagerð. Að okkar mati er íslensk kvikmyndagerð kvikmyndir eða sjónvarpsþættir sem að gerast í íslenskum veruleika, þar sem töluð er íslenska og þar sem listrænir stjórnendur og höfundar eru að megninu til Íslendingar. Við lítum ekki á þjónustu við erlendar kvikmyndaframleiðslur, þar sem töluð er enska eða önnur tungumál, þar sem höfundar og listrænir stjórnendur eru erlendir ríkisborgarar, sem íslenska kvikmyndagerð. Að okkar mati er ekki nóg að þessi kvikmyndaverkefni séu tekin upp hér á landi ef að sögusviðið er síðan í Alaska. Þó að Íslendingar komi vissulega að þessum verkefnum með einhverjum hætti þá er þessu ekki saman að jafna. 2. Ráðherra hefur verið tíðrætt um svokölluð "covid-framlög" sem eiga að hafa farið í Kvikmyndasjóð á árunum 2021 og 2022. Það er rétt að framlögin voru hækkuð á þessum árum en samkvæmt okkar heimildum voru þessar upphæðir komnar inn í fjárlög fyrir Covid, nánar tiltekið í september 2019 þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 var lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli hækkun á árunum 2021 og 2022 og gékk sú áætlun eftir nánast upp á krónu. Það var skilningur kvikmyndagerðarfólks að sú hækkun hefði verið vegna innleiðingar Kvikmyndastefnunnar, sem þá var í vinnslu, en þar var lögð mikil áhersla á að efla Kvikmyndasjóð. Í apríl árið 2020 var aftur á móti auglýst eftir umsóknum "vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru" eins og það var orðað í tilkynningunni. 120 milljónum var úthlutað til 15 verkefna þá um sumarið og þurftu þau að klárast innan árs. Meðal verkefna sem fengu styrk í þessu átaksverkefni voru kvikmyndin Saumaklúbburinn og sjónvarpsþættirnir Vegferð. Þetta voru covid-framlögin, 120 millónir. Fullyrðingar ráðherra að upphæðirnar sem voru greiddar inn í Kvikmyndasjóð á árunum 2021-22 hafi líka verið covid-framlög eru að okkar mati eftiráskýring og tilraun til að slá ryki í augu fólks. 3. Í viðtölum síðustu daga hefur ráðherra haldið því mjög á lofti að hún hafi komið á laggirnar svokölluðum Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis. Það er hárrétt hjá henni og var frumvarp þess efnis samþykkt sem lög á Alþingi í mars 2024. Með þessum lögum var hún að hrinda í framkvæmd Aðgerð 1 í Kvikmyndastefnunni sem að kveður á um “sterkara sjóðakerfi og stofnun nýs fjárfestingasjóðs sjónvarpsefnis”. En það sem Lilja segir ekki frá í viðtölunum er að engar fjárveitingar fylgdu þegar sjóðurinn var stofnaður. Þessi sjóður er í dag tóm skúffa inni hjá Kvikmyndamiðstöð. Hvaða gagn er í sjóði ef það er ekkert fjármagn í honum? 4. Í viðtölum hefur ráðherra reynt að tala ástandið í bransanum upp, að allt sé á blússandi svingi og að við sjáum ekki veisluna. Þessa skoðun byggir ráðherra á huglægu mati en ekki á staðreyndum. Það tekur tíma fyrir niðurskurð eins og þennan að hafa áhrif, rétt eins og það tekur stýrivaxtahækkanir Seðlabankans tíma að kæla niður hagkerfið. Þær kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem eru að koma út á þessu ári fengu styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir einu til tveimur árum síðan. Á þessu ári, 2024, fengu tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði en vanalega eru þetta á bilinu 4-6 kvikmyndir. Áhrifin eiga þannig eftir að koma fram síðar. Einnig viljum við benda á að magn er ekki það sama og gæði og þegar styrkupphæðirnar lækka, eins og hefur gerst að undanförnu, þá getur það bitnað á gæðum verkanna. 5. Ráðherra hefur talað á þeim nótum að niðurskurður Kvikmyndasjóðs sé eðlileg hagræðingarkrafa til að ná niður verðbólgu. Til að svara þessu er nærtækast að bera Kvikmyndasjóð saman við aðra sambærilega sjóði eins og Rannsóknarsjóð, Tækniþróunarsjóð, Tónlistarsjóð og Myndlistarsjóð. Þessir sjóðir hafa allir tekið á sig einhverja skerðingu á síðustu árum en ekkert í líkingu við Kvikmyndasjóð. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa aukist um 34% frá árinu 2021 og framlög til Þjóðleikhússins um 12%. Á sama tíma hefur Kvikmyndasjóður verið skorinn niður um 49%. Þessi samanburður rennir stoðum undir þá sannfæringu okkar að ráðherra hafi forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, eins við komum inn á í fyrrnefndri grein, og að það skýri þennan mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði. 6. Ráðherra segir að miklu fleiri innlend kvikmyndaverkefni fái endurgreiðslu frá ríkinu heldur en erlend. Það er vissulega rétt hjá henni. Hinsvegar eru erlendu verkefnin stærri og taka til sín meira fjármagn. Frá því að endurgreiðsluhlutfallið var hækkað úr 25% í 35% árið 2022 hafa 10,4 milljarðar verið greiddir út til kvikmyndaverkefna samkvæmt upplýsingum á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 64% af þeirri fjárhæð fór til erlendra verkefna en 36% til innlendra. 7. Í viðtölunum hefur ráðherra talað um að til standi að bæta fjárhag Kvikmyndasjóðs árið 2026 þegar skattur verður lagður á erlendar streymisveitur. Hugmyndin á bakvið streymisveitufrumvarp ráðherra er góð og er kvikmyndagerðarfólk almennt sammála markmiði þess, sem er að ”efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til framleiðslu og auka stuðning við framleiðslu kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.” Það er þó alls ekki þannig að þetta fjármagn sé fast í hendi og það á eftir að koma í ljós hvernig streymisveiturnar bregðast við þegar og ef þetta frumvarp verður að lögum. Þessi streymisveituskattur kemur að okkar mati ekki í staðinn fyrir bein framlög úr ríkissjóði. Áætlað er að skatturinn geti skilað 260 milljónum inn í Kvikmyndasjóð árlega sem er vissulega jákvætt en það leysir ekki fjárhagsvanda sjóðsins að okkar mati. Meira þarf til. Hér höfum við farið yfir helstu rangfærslur í málflutningi menningarráðherra og vonum að það muni leiða til betra og uppbyggilegra samtals um málefni kvikmyndabransans. Að okkar mati þá verður ekkert jafnvægi í greininni án öflugs Kvikmyndasjóðs, sem er undirstaða allrar kvikmyndamenningar í landinu. Við skiljum vel að ríkið þurfi að hagræða á tímum verðbólgu og hárra vaxta og að allir þurfi að taka eitthvað á sig. En 49% niðurskurður, er það sanngjarnt? Höfundar eru kvikmyndaleikstjórar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið. Menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur farið í nokkur viðtöl til að útskýra sína hlið á málinu. Þó að margt ágætt hafi komið þar fram verður ekki hjá því komist að leiðrétta nokkrar rangfærslur í málflutningi ráðherra. 1. Í fyrsta lagi setjum við spurningarmerki við skilning ráðherra á því hvað er íslensk kvikmyndagerð. Að okkar mati er íslensk kvikmyndagerð kvikmyndir eða sjónvarpsþættir sem að gerast í íslenskum veruleika, þar sem töluð er íslenska og þar sem listrænir stjórnendur og höfundar eru að megninu til Íslendingar. Við lítum ekki á þjónustu við erlendar kvikmyndaframleiðslur, þar sem töluð er enska eða önnur tungumál, þar sem höfundar og listrænir stjórnendur eru erlendir ríkisborgarar, sem íslenska kvikmyndagerð. Að okkar mati er ekki nóg að þessi kvikmyndaverkefni séu tekin upp hér á landi ef að sögusviðið er síðan í Alaska. Þó að Íslendingar komi vissulega að þessum verkefnum með einhverjum hætti þá er þessu ekki saman að jafna. 2. Ráðherra hefur verið tíðrætt um svokölluð "covid-framlög" sem eiga að hafa farið í Kvikmyndasjóð á árunum 2021 og 2022. Það er rétt að framlögin voru hækkuð á þessum árum en samkvæmt okkar heimildum voru þessar upphæðir komnar inn í fjárlög fyrir Covid, nánar tiltekið í september 2019 þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 var lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli hækkun á árunum 2021 og 2022 og gékk sú áætlun eftir nánast upp á krónu. Það var skilningur kvikmyndagerðarfólks að sú hækkun hefði verið vegna innleiðingar Kvikmyndastefnunnar, sem þá var í vinnslu, en þar var lögð mikil áhersla á að efla Kvikmyndasjóð. Í apríl árið 2020 var aftur á móti auglýst eftir umsóknum "vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru" eins og það var orðað í tilkynningunni. 120 milljónum var úthlutað til 15 verkefna þá um sumarið og þurftu þau að klárast innan árs. Meðal verkefna sem fengu styrk í þessu átaksverkefni voru kvikmyndin Saumaklúbburinn og sjónvarpsþættirnir Vegferð. Þetta voru covid-framlögin, 120 millónir. Fullyrðingar ráðherra að upphæðirnar sem voru greiddar inn í Kvikmyndasjóð á árunum 2021-22 hafi líka verið covid-framlög eru að okkar mati eftiráskýring og tilraun til að slá ryki í augu fólks. 3. Í viðtölum síðustu daga hefur ráðherra haldið því mjög á lofti að hún hafi komið á laggirnar svokölluðum Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis. Það er hárrétt hjá henni og var frumvarp þess efnis samþykkt sem lög á Alþingi í mars 2024. Með þessum lögum var hún að hrinda í framkvæmd Aðgerð 1 í Kvikmyndastefnunni sem að kveður á um “sterkara sjóðakerfi og stofnun nýs fjárfestingasjóðs sjónvarpsefnis”. En það sem Lilja segir ekki frá í viðtölunum er að engar fjárveitingar fylgdu þegar sjóðurinn var stofnaður. Þessi sjóður er í dag tóm skúffa inni hjá Kvikmyndamiðstöð. Hvaða gagn er í sjóði ef það er ekkert fjármagn í honum? 4. Í viðtölum hefur ráðherra reynt að tala ástandið í bransanum upp, að allt sé á blússandi svingi og að við sjáum ekki veisluna. Þessa skoðun byggir ráðherra á huglægu mati en ekki á staðreyndum. Það tekur tíma fyrir niðurskurð eins og þennan að hafa áhrif, rétt eins og það tekur stýrivaxtahækkanir Seðlabankans tíma að kæla niður hagkerfið. Þær kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem eru að koma út á þessu ári fengu styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir einu til tveimur árum síðan. Á þessu ári, 2024, fengu tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði en vanalega eru þetta á bilinu 4-6 kvikmyndir. Áhrifin eiga þannig eftir að koma fram síðar. Einnig viljum við benda á að magn er ekki það sama og gæði og þegar styrkupphæðirnar lækka, eins og hefur gerst að undanförnu, þá getur það bitnað á gæðum verkanna. 5. Ráðherra hefur talað á þeim nótum að niðurskurður Kvikmyndasjóðs sé eðlileg hagræðingarkrafa til að ná niður verðbólgu. Til að svara þessu er nærtækast að bera Kvikmyndasjóð saman við aðra sambærilega sjóði eins og Rannsóknarsjóð, Tækniþróunarsjóð, Tónlistarsjóð og Myndlistarsjóð. Þessir sjóðir hafa allir tekið á sig einhverja skerðingu á síðustu árum en ekkert í líkingu við Kvikmyndasjóð. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa aukist um 34% frá árinu 2021 og framlög til Þjóðleikhússins um 12%. Á sama tíma hefur Kvikmyndasjóður verið skorinn niður um 49%. Þessi samanburður rennir stoðum undir þá sannfæringu okkar að ráðherra hafi forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, eins við komum inn á í fyrrnefndri grein, og að það skýri þennan mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði. 6. Ráðherra segir að miklu fleiri innlend kvikmyndaverkefni fái endurgreiðslu frá ríkinu heldur en erlend. Það er vissulega rétt hjá henni. Hinsvegar eru erlendu verkefnin stærri og taka til sín meira fjármagn. Frá því að endurgreiðsluhlutfallið var hækkað úr 25% í 35% árið 2022 hafa 10,4 milljarðar verið greiddir út til kvikmyndaverkefna samkvæmt upplýsingum á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 64% af þeirri fjárhæð fór til erlendra verkefna en 36% til innlendra. 7. Í viðtölunum hefur ráðherra talað um að til standi að bæta fjárhag Kvikmyndasjóðs árið 2026 þegar skattur verður lagður á erlendar streymisveitur. Hugmyndin á bakvið streymisveitufrumvarp ráðherra er góð og er kvikmyndagerðarfólk almennt sammála markmiði þess, sem er að ”efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til framleiðslu og auka stuðning við framleiðslu kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.” Það er þó alls ekki þannig að þetta fjármagn sé fast í hendi og það á eftir að koma í ljós hvernig streymisveiturnar bregðast við þegar og ef þetta frumvarp verður að lögum. Þessi streymisveituskattur kemur að okkar mati ekki í staðinn fyrir bein framlög úr ríkissjóði. Áætlað er að skatturinn geti skilað 260 milljónum inn í Kvikmyndasjóð árlega sem er vissulega jákvætt en það leysir ekki fjárhagsvanda sjóðsins að okkar mati. Meira þarf til. Hér höfum við farið yfir helstu rangfærslur í málflutningi menningarráðherra og vonum að það muni leiða til betra og uppbyggilegra samtals um málefni kvikmyndabransans. Að okkar mati þá verður ekkert jafnvægi í greininni án öflugs Kvikmyndasjóðs, sem er undirstaða allrar kvikmyndamenningar í landinu. Við skiljum vel að ríkið þurfi að hagræða á tímum verðbólgu og hárra vaxta og að allir þurfi að taka eitthvað á sig. En 49% niðurskurður, er það sanngjarnt? Höfundar eru kvikmyndaleikstjórar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun