Frá Félagi hafnarverkamanna á Íslandi Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 7. október 2024 08:45 Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hafnarmál Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson Tengdar fréttir Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03 Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03
Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar