Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir skrifar 8. október 2024 11:03 Rómverjar voru lengi vel með óskrifuð lög. Þegar veldi þeirra stækkaði og varð flóknara varð að koma á betri röð og reglu í samfélaginu. Fyrstu rómversku lögin “lex duodecim tabularum” voru kunngjörð árið 449 fyrir Krist og skráð á tólf bronstöflur. Menn þurftu ekki lengur að munnhöggvast, heldur voru nú komin lög sem urðu strax öflugt stjórntæki. Um daginn hnaut ég um ólöglega áfengisauglýsingu frá ólöglegum söluaðila áfengis. Áfengisauglýsingar eru ólöglegar samkvæmt áfengislögum af augljósum ástæðum - þær hvetja til neyslu. Þar að auki hefur ÁTVR einkarétt á smásölu áfengis og netsala því er ekkert annað en ólögleg smásala með rafrænum hætti. Í einfeldni minni ákvað ég að gera tilraun og tilkynna lögbrotið, þótt mér þyki ekkert skemmtilegt að klaga. Byrjaði á að senda skjáskot af auglýsingunni á netfang lögreglunnar fyrir ábendingar. Lögreglan hafði engan áhuga á erindi mínu og benti á Neytendastofu. Ég áframsendi því tölvupóstinn á Neytendastofu sem svaraði um hæl með þeim rökum að lögreglan ætti að taka málið í sínar hendur þar sem auglýsingin birtist á samfélagsmiðlum. Enn og aftur hafði ég samband við lögregluna og fékk þar engin svör. Niðurstaða þessarar litlu tilraunar er því sú að við erum með bronsslegin áfengislög en engan til að framfylgja þeim. Dómsmálaráðherra hefur nú stigið fram og bent á að hér þrífist netsala áfengis í skjóli lagalegrar óvissu. Hið sanna í málinu er að netsalan var kærð fyrir rúmum fjórum árum til lögreglu en lítið hefur fréttst af því máli. Það hefur því enn ekki reynt á lögin. Við gætum allt eins verið uppi á tímum fyrir lagasetninguna í Rómarveldi. Útspil dómsmálaráðherra vekur furðu því í stað þess að láta reyna á lögin eða styrkja þau með því að taka sérstaklega fram einkarétt ÁTVR á allri smásölu þá hyggst hún opna fyrir kranann og leyfa áfengi að flæða um samfélagið sem aldrei fyrr. Orð dómsmálaráðherra um að ætlun flokksins sé ekki að auka neyslu í samfélaginu er tálsýn og í engu samræmi við niðurstöður rannsókna eða einföld markaðslögmál. Við eigum að krefjast þess að embættismenn axli ábyrgð með þessu skaðlega áfengisfrumvarpi sem þeir leggja nafn sitt við. Því nái það fram að ganga megum við búa okkur undir stigvaxandi neyslu í samfélaginu með tilheyrandi sjúkdómsbyrði og öðrum kostnaði sem fellur á flesta kima samfélagsins - gleymum ekki að hér á landi látast um 140 einstaklingar árlega af völdum áfengisneyslu. Að stuðla að auknum samfélagsskaða er undir venjulegum kringumstæðum glæpsamlegt. Ef heilbrigðisstarfsmaður verður uppvís að skaða sjúkling sinn er hann dreginn fyrir dóm. Sama á að gilda um ráðherra og aðra þingmenn, því þeir standa vörð um lýðheilsu og eru því einnig heilbrigðisstarfsmenn samfélagsins. Þeir bera ábyrgð á að stýra samfélaginu í heilbrigðan farveg. Sjálfstæðisflokkurinn gæti til dæmis beitt sér fyrir að bæta heldur aðgengi að lífrænu grænmeti og öðrum þáttum sem stuðla að góðri heilsu og heilbrigðara samfélagi. Núverandi áfengislög eru upp á tíu, fyrir utan kannski að skilgreina betur netsölu sem smásölu. Norðmenn eru með svipað kerfi og við. Öll smásala á netinu er í gegnum þeirra ÁTVR. Þegar fólk pantar erlendis frá leggjast ýmiss gjöld á, svo sem tollur, umsýslugjald og svo virðisauki ofan á allt saman þannig að vín keypt erlendis frá verður alltaf dýrara en það sem keypt er í ÁTVR. Það tekur líka lengri tíma að berast. Báðir þessir þættir eru mikilvægir til að draga úr neyslu. Auk þess einskorðast afhending vínsins við dagvinnutíma. Það er gott módel. Norðmenn leyfa þó smásölu á bjór sem er allt að 4,7%. Við gætum skoðað það, enda er nú þegar leyft að selja bjór beint frá innlendum framleiðendum, en það er algjör óþarfi að leyfa smásölu á öllu víni. Í raun er það ekki bara óþarfi heldur glapræði. Með því að opna á smásölu myndu innlendu áfengisverslanirnar heyja innbyrðis verðsamkeppni og keppast um að auglýsa, eins og raun ber nú þegar vitni, enda tilgangurinn að selja sem mest. Verum skynsöm og verndum það sem gott er - í stað þess að setja lagaramma um lögbrot sem hefur viðgengist í mörg ár í skjóli lögreglunnar sem aðhefst ekki neitt. Viljum við virkilega flytja sölu og dreifingu hættulegs efnis til einstaklinga sem kæra sig kollótta um velferð okkar allra og borga ekki fyrir samfélagsskaðann? Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Sjá meira
Rómverjar voru lengi vel með óskrifuð lög. Þegar veldi þeirra stækkaði og varð flóknara varð að koma á betri röð og reglu í samfélaginu. Fyrstu rómversku lögin “lex duodecim tabularum” voru kunngjörð árið 449 fyrir Krist og skráð á tólf bronstöflur. Menn þurftu ekki lengur að munnhöggvast, heldur voru nú komin lög sem urðu strax öflugt stjórntæki. Um daginn hnaut ég um ólöglega áfengisauglýsingu frá ólöglegum söluaðila áfengis. Áfengisauglýsingar eru ólöglegar samkvæmt áfengislögum af augljósum ástæðum - þær hvetja til neyslu. Þar að auki hefur ÁTVR einkarétt á smásölu áfengis og netsala því er ekkert annað en ólögleg smásala með rafrænum hætti. Í einfeldni minni ákvað ég að gera tilraun og tilkynna lögbrotið, þótt mér þyki ekkert skemmtilegt að klaga. Byrjaði á að senda skjáskot af auglýsingunni á netfang lögreglunnar fyrir ábendingar. Lögreglan hafði engan áhuga á erindi mínu og benti á Neytendastofu. Ég áframsendi því tölvupóstinn á Neytendastofu sem svaraði um hæl með þeim rökum að lögreglan ætti að taka málið í sínar hendur þar sem auglýsingin birtist á samfélagsmiðlum. Enn og aftur hafði ég samband við lögregluna og fékk þar engin svör. Niðurstaða þessarar litlu tilraunar er því sú að við erum með bronsslegin áfengislög en engan til að framfylgja þeim. Dómsmálaráðherra hefur nú stigið fram og bent á að hér þrífist netsala áfengis í skjóli lagalegrar óvissu. Hið sanna í málinu er að netsalan var kærð fyrir rúmum fjórum árum til lögreglu en lítið hefur fréttst af því máli. Það hefur því enn ekki reynt á lögin. Við gætum allt eins verið uppi á tímum fyrir lagasetninguna í Rómarveldi. Útspil dómsmálaráðherra vekur furðu því í stað þess að láta reyna á lögin eða styrkja þau með því að taka sérstaklega fram einkarétt ÁTVR á allri smásölu þá hyggst hún opna fyrir kranann og leyfa áfengi að flæða um samfélagið sem aldrei fyrr. Orð dómsmálaráðherra um að ætlun flokksins sé ekki að auka neyslu í samfélaginu er tálsýn og í engu samræmi við niðurstöður rannsókna eða einföld markaðslögmál. Við eigum að krefjast þess að embættismenn axli ábyrgð með þessu skaðlega áfengisfrumvarpi sem þeir leggja nafn sitt við. Því nái það fram að ganga megum við búa okkur undir stigvaxandi neyslu í samfélaginu með tilheyrandi sjúkdómsbyrði og öðrum kostnaði sem fellur á flesta kima samfélagsins - gleymum ekki að hér á landi látast um 140 einstaklingar árlega af völdum áfengisneyslu. Að stuðla að auknum samfélagsskaða er undir venjulegum kringumstæðum glæpsamlegt. Ef heilbrigðisstarfsmaður verður uppvís að skaða sjúkling sinn er hann dreginn fyrir dóm. Sama á að gilda um ráðherra og aðra þingmenn, því þeir standa vörð um lýðheilsu og eru því einnig heilbrigðisstarfsmenn samfélagsins. Þeir bera ábyrgð á að stýra samfélaginu í heilbrigðan farveg. Sjálfstæðisflokkurinn gæti til dæmis beitt sér fyrir að bæta heldur aðgengi að lífrænu grænmeti og öðrum þáttum sem stuðla að góðri heilsu og heilbrigðara samfélagi. Núverandi áfengislög eru upp á tíu, fyrir utan kannski að skilgreina betur netsölu sem smásölu. Norðmenn eru með svipað kerfi og við. Öll smásala á netinu er í gegnum þeirra ÁTVR. Þegar fólk pantar erlendis frá leggjast ýmiss gjöld á, svo sem tollur, umsýslugjald og svo virðisauki ofan á allt saman þannig að vín keypt erlendis frá verður alltaf dýrara en það sem keypt er í ÁTVR. Það tekur líka lengri tíma að berast. Báðir þessir þættir eru mikilvægir til að draga úr neyslu. Auk þess einskorðast afhending vínsins við dagvinnutíma. Það er gott módel. Norðmenn leyfa þó smásölu á bjór sem er allt að 4,7%. Við gætum skoðað það, enda er nú þegar leyft að selja bjór beint frá innlendum framleiðendum, en það er algjör óþarfi að leyfa smásölu á öllu víni. Í raun er það ekki bara óþarfi heldur glapræði. Með því að opna á smásölu myndu innlendu áfengisverslanirnar heyja innbyrðis verðsamkeppni og keppast um að auglýsa, eins og raun ber nú þegar vitni, enda tilgangurinn að selja sem mest. Verum skynsöm og verndum það sem gott er - í stað þess að setja lagaramma um lögbrot sem hefur viðgengist í mörg ár í skjóli lögreglunnar sem aðhefst ekki neitt. Viljum við virkilega flytja sölu og dreifingu hættulegs efnis til einstaklinga sem kæra sig kollótta um velferð okkar allra og borga ekki fyrir samfélagsskaðann? Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar