Öryrkjar eiga betra skilið Svanberg Hreinsson skrifar 9. október 2024 09:02 Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar