Geðheilsa er samfélagsmál Halldóra Friðgerður Víðisdóttir skrifar 10. október 2024 11:33 Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun