Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir skrifar 14. október 2024 06:30 Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun