Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 20. september 2025 08:32 Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun