„Svívirðileg móðgun við kennara“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 11:08 Kennarar eru ekki sáttir með Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sameiginlegs fundar trúnaðarmanna og stjórna Kennarafélags Reykjavíkur og 1. deildar Félags leikskólakennara, haldinn var í gær. Tilefnið eru orð Einars um kennara og kjarabaráttu þeirra á ráðstefnunni. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Svívirðileg móðgun Í yfirlýsingunni segir að kennurum í Reykjavík finnist borgarstjóri hafa vegið að starfsheiðri sínum. Orð hans lýsi algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu, þar sem hann fullyrði að kennarar semji sig frá kennsluskyldu, vinnuskyldu og annarri viðveru. „Að halda því fram að kennarar sækist eftir minni samveru með börnum er svívirðileg móðgun við kennara sem hafa menntað sig til þess að starfa með börnum. Það sem gerir ummæli hans sérstaklega ámælisverð er að hann er æðsti yfirmaður kennara í Reykjavík.“ Orðum fylgi ábyrgð Borgarstjóri velti upp þeirri hugleiðingu hvort sveitarfélögin séu að fá rétta vinnuframlagið fyrir þá þjónustu sem þau þurfi lögum samkvæmt að veita. Hann segi jafnframt að kennarar séu veikari en nokkru sinni fyrr, kenni minna og hafi aukinn undirbúningstíma. Þessi orð borgarstjóra séu alvarleg og sett fram án nokkurs rökstuðnings. „Orðum fylgir ábyrgð og með því að tala á þennan hátt til kennara á opinberum vettvangi samþykkir borgarstjóri virðingarleysi í garð kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sameiginlegs fundar trúnaðarmanna og stjórna Kennarafélags Reykjavíkur og 1. deildar Félags leikskólakennara, haldinn var í gær. Tilefnið eru orð Einars um kennara og kjarabaráttu þeirra á ráðstefnunni. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Svívirðileg móðgun Í yfirlýsingunni segir að kennurum í Reykjavík finnist borgarstjóri hafa vegið að starfsheiðri sínum. Orð hans lýsi algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu, þar sem hann fullyrði að kennarar semji sig frá kennsluskyldu, vinnuskyldu og annarri viðveru. „Að halda því fram að kennarar sækist eftir minni samveru með börnum er svívirðileg móðgun við kennara sem hafa menntað sig til þess að starfa með börnum. Það sem gerir ummæli hans sérstaklega ámælisverð er að hann er æðsti yfirmaður kennara í Reykjavík.“ Orðum fylgi ábyrgð Borgarstjóri velti upp þeirri hugleiðingu hvort sveitarfélögin séu að fá rétta vinnuframlagið fyrir þá þjónustu sem þau þurfi lögum samkvæmt að veita. Hann segi jafnframt að kennarar séu veikari en nokkru sinni fyrr, kenni minna og hafi aukinn undirbúningstíma. Þessi orð borgarstjóra séu alvarleg og sett fram án nokkurs rökstuðnings. „Orðum fylgir ábyrgð og með því að tala á þennan hátt til kennara á opinberum vettvangi samþykkir borgarstjóri virðingarleysi í garð kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent