Hægrilaus ríkisstjórn fram á vor Sóley Tómasdóttir skrifar 14. október 2024 23:29 Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar