Náin tengsl Eva Hauksdóttir skrifar 16. október 2024 10:46 Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Hælisleitendur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar