Er Landsvirkjun til sölu? Reynir Böðvarsson skrifar 18. október 2024 08:31 Í síðasta pistli talaði ég meðal annars um tvær gjörólíkar sviðsmyndir sen væru sýnilegar í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 30. nóvember. Einsvegar að hægriflokkarnir með Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Viðreisn væru leiðandi öflin og hinsvegar vinstristjórn með Samfylkingu Pírötum og Sósíalistum. Ég benti á að Sósíalistaflokkurinn yrði að ná góðri kosningu til þess að halda slíkri stjórn almennilega til vinstri svo að raunverulegar umbætur geti átt sér stað, að leigjendur, ungt fólk komist í sína fyrstu íbúð og að fólk á lágum launum hafi mannsæmandi afkomu fyrir sig og vörnin sín. Þetta næst nefnilega ekki með neinu hálfkáki eða yfirdrifinni varfærslu í nauðsynlegum breytingum, það tæki marga áratugi sem er óásættanlegt. Það er þó hættan sem við sjáum ef ekki fæst afgerandi úrskurður frá þjóðinni í þessum kosningum hvernig hún vill sjá þróun þjóðfélagsins á komandi árum. Ég ætla því að reyna að draga upp mynd hér sem varpar ljósi á það hvaða afleiðingar þessar tvær sviðsmyndir mundu hafa verði þær að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka ríkisafskipti og auka einkavæðingu og Miðflokkurinn ásakar flokkinn fyrir að ganga ekki nógu langt í því og jafnvel fara í þveröfuga átt og þenja út báknið eins og þeir segja. Viðreisn er þarna alveg með á nótunum. Augljóst er að bankarnir, Íslandsbanki og Landsbankinn muni ekki lengur skila tug milljarða arði til ríkissjóðs ár eftir ár verði þessi sviðsmynd að veruleika heldur fara þessir milljarðar til nýrra eigenda, á Íslandi eða í útlöndum. Það verður ekki látið staðar numið við bankana heldur eru þar Landsvirkjun og RARIK næst á dagskrá. Vissulega fær ríkissjóður fullt af peningum en bara einu sinni, bara árið sem þessar stofnanir eru seldar, en ekki á hverju ári sem góð búbót við samfélagsreksturinn og samfélagið allt. Það er ekki af hagsýni og umhyggju fyrir almannahag sem þessi gjörningur er þeim svo hugleikinn heldur af hugmyndafræðilegum ástæðum, hugmyndafræði hægrisins heldur því beinlínis fram að sameiginlega getum við ekki rekið nokkurn skapaðan hlut svo vel sé en að einkaaðilar sem hafi von um að græða fyrir eigin reikning geri það svo vel. Jafnvel svo vel að það verði brauðmolar handa okkur hinum og þar með samfélaginu öllu. Þó þessir flokkar tali ekki opinberlega um að einkavæða allt heilbrigðiskerfið, styðja flokkarnir aukið samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur hefur verið aukinn á sviðum eins og sjúkraþjónustu og sérfræðiþjónustu og ekkert bendir til annars en þeir vilji halda áfram á sömu braut. Sama má segja um skólastofnanir, það er ekkert heilagt í þessum efnum hjá þessum flokkum, þeir hafa fyrirmyndina frá systurflokkur sínum í Svíþjóð sem eru á góðri leið með að brjóta niður sænska velferðarkerfið endanlega. Seinni sviðsmyndin á sér fyrirmynd í Sænska velferðarþjóðfélaginu sem náði hápunkti sínum á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöldina fram að nýfrjálshyggju um 1980. þegar Svíþjóð var heimsþekkt fyrir sitt víðtæka velferðarkerfi og sína háværu rödd um frið og afvopnun alþjóðlega. Velferðarkerfið byggðist á hugmyndafræðinni um „folkhemmet” eða „fólksheimilið”, sem var hugmynd um samfélag þar sem allir íbúar ættu rétt á félagslegu öryggi og jafnrétti. Velferðarkerfið var hluti af og að mörgu leiti fyrirmynd að hinu svo kallaða „norræna velferðarlíkani,“ sem lagði áherslu á ríkisafskipti af samfélagslegri þjónustu og jöfnuð. Afvopnunar og friðarstarfið var aðalatriðið í sænskri utanríkispólitík ásamt stuðningi við lönd sem voru að brjótast undan yfirráðum nýlenduherrana. Á þessum tíma var samfélagsleg þjónusta eins og menntun, heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og félagsleg tryggingarkerfi að mestu leyti rekin af ríkinu. Menntun var ókeypis fyrir alla og heilbrigðisþjónusta var mjög aðgengileg. Sjúkratrygging sem tryggði öllum borgurum ókeypis eða niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Sterkur atvinnumarkaður og háir skattar fjármögnuðu kerfið. Sænska velferðarkerfið lagði mikla áherslu á vinnumarkaðinn, þar sem mikil atvinnuþátttaka og réttindi verkafólks voru tryggð með lögum og samningum á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Velferðarkerfið var byggt á hugmyndinni um að það væri hlutverk ríkisins að tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir fátækt. Verkalýðsfélögin voru ásamt vinstri flokkunum þau öfl í samfélaginu sem mótuðu stefnuna og börðust sameiginlega gegn hægri öflunum, oft með verkföllum, og tókst þannig sameiginlega að mynda fyrirmyndar þjóðfélag. Á þessum tíma var sænska velferðarkerfið talið eitt hið fullkomnasta í heimi, og það skapaði fordæmi sem önnur lönd reyndu að fylgja. Ef Sósíalistaflokkurinn fær góða kosningu í þessum kosningum og vinstrið nær völdum þá er von um að hægt verði að byrja að feta þessa leið og gefa gróða og spillingaröflunum á Íslandi frí frá áhrifum, vonandi um alla framtíð. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðasta pistli talaði ég meðal annars um tvær gjörólíkar sviðsmyndir sen væru sýnilegar í íslenskum stjórnmálum eftir kosningarnar 30. nóvember. Einsvegar að hægriflokkarnir með Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Viðreisn væru leiðandi öflin og hinsvegar vinstristjórn með Samfylkingu Pírötum og Sósíalistum. Ég benti á að Sósíalistaflokkurinn yrði að ná góðri kosningu til þess að halda slíkri stjórn almennilega til vinstri svo að raunverulegar umbætur geti átt sér stað, að leigjendur, ungt fólk komist í sína fyrstu íbúð og að fólk á lágum launum hafi mannsæmandi afkomu fyrir sig og vörnin sín. Þetta næst nefnilega ekki með neinu hálfkáki eða yfirdrifinni varfærslu í nauðsynlegum breytingum, það tæki marga áratugi sem er óásættanlegt. Það er þó hættan sem við sjáum ef ekki fæst afgerandi úrskurður frá þjóðinni í þessum kosningum hvernig hún vill sjá þróun þjóðfélagsins á komandi árum. Ég ætla því að reyna að draga upp mynd hér sem varpar ljósi á það hvaða afleiðingar þessar tvær sviðsmyndir mundu hafa verði þær að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka ríkisafskipti og auka einkavæðingu og Miðflokkurinn ásakar flokkinn fyrir að ganga ekki nógu langt í því og jafnvel fara í þveröfuga átt og þenja út báknið eins og þeir segja. Viðreisn er þarna alveg með á nótunum. Augljóst er að bankarnir, Íslandsbanki og Landsbankinn muni ekki lengur skila tug milljarða arði til ríkissjóðs ár eftir ár verði þessi sviðsmynd að veruleika heldur fara þessir milljarðar til nýrra eigenda, á Íslandi eða í útlöndum. Það verður ekki látið staðar numið við bankana heldur eru þar Landsvirkjun og RARIK næst á dagskrá. Vissulega fær ríkissjóður fullt af peningum en bara einu sinni, bara árið sem þessar stofnanir eru seldar, en ekki á hverju ári sem góð búbót við samfélagsreksturinn og samfélagið allt. Það er ekki af hagsýni og umhyggju fyrir almannahag sem þessi gjörningur er þeim svo hugleikinn heldur af hugmyndafræðilegum ástæðum, hugmyndafræði hægrisins heldur því beinlínis fram að sameiginlega getum við ekki rekið nokkurn skapaðan hlut svo vel sé en að einkaaðilar sem hafi von um að græða fyrir eigin reikning geri það svo vel. Jafnvel svo vel að það verði brauðmolar handa okkur hinum og þar með samfélaginu öllu. Þó þessir flokkar tali ekki opinberlega um að einkavæða allt heilbrigðiskerfið, styðja flokkarnir aukið samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur hefur verið aukinn á sviðum eins og sjúkraþjónustu og sérfræðiþjónustu og ekkert bendir til annars en þeir vilji halda áfram á sömu braut. Sama má segja um skólastofnanir, það er ekkert heilagt í þessum efnum hjá þessum flokkum, þeir hafa fyrirmyndina frá systurflokkur sínum í Svíþjóð sem eru á góðri leið með að brjóta niður sænska velferðarkerfið endanlega. Seinni sviðsmyndin á sér fyrirmynd í Sænska velferðarþjóðfélaginu sem náði hápunkti sínum á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöldina fram að nýfrjálshyggju um 1980. þegar Svíþjóð var heimsþekkt fyrir sitt víðtæka velferðarkerfi og sína háværu rödd um frið og afvopnun alþjóðlega. Velferðarkerfið byggðist á hugmyndafræðinni um „folkhemmet” eða „fólksheimilið”, sem var hugmynd um samfélag þar sem allir íbúar ættu rétt á félagslegu öryggi og jafnrétti. Velferðarkerfið var hluti af og að mörgu leiti fyrirmynd að hinu svo kallaða „norræna velferðarlíkani,“ sem lagði áherslu á ríkisafskipti af samfélagslegri þjónustu og jöfnuð. Afvopnunar og friðarstarfið var aðalatriðið í sænskri utanríkispólitík ásamt stuðningi við lönd sem voru að brjótast undan yfirráðum nýlenduherrana. Á þessum tíma var samfélagsleg þjónusta eins og menntun, heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og félagsleg tryggingarkerfi að mestu leyti rekin af ríkinu. Menntun var ókeypis fyrir alla og heilbrigðisþjónusta var mjög aðgengileg. Sjúkratrygging sem tryggði öllum borgurum ókeypis eða niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Sterkur atvinnumarkaður og háir skattar fjármögnuðu kerfið. Sænska velferðarkerfið lagði mikla áherslu á vinnumarkaðinn, þar sem mikil atvinnuþátttaka og réttindi verkafólks voru tryggð með lögum og samningum á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Velferðarkerfið var byggt á hugmyndinni um að það væri hlutverk ríkisins að tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir fátækt. Verkalýðsfélögin voru ásamt vinstri flokkunum þau öfl í samfélaginu sem mótuðu stefnuna og börðust sameiginlega gegn hægri öflunum, oft með verkföllum, og tókst þannig sameiginlega að mynda fyrirmyndar þjóðfélag. Á þessum tíma var sænska velferðarkerfið talið eitt hið fullkomnasta í heimi, og það skapaði fordæmi sem önnur lönd reyndu að fylgja. Ef Sósíalistaflokkurinn fær góða kosningu í þessum kosningum og vinstrið nær völdum þá er von um að hægt verði að byrja að feta þessa leið og gefa gróða og spillingaröflunum á Íslandi frí frá áhrifum, vonandi um alla framtíð. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun