Aron orðinn leikmaður Veszprém á ný Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 10:15 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gekk vel. vísir/Diego Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er genginn til liðs við ungverska stórveldið Veszprém og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir FH á þessu tímabili. Þetta staðfestir handknattleiksdeild FH í fréttatilkynningu í dag en fyrstu fréttir af vistaskiptum Arons bárust síðastliðinn fimmtudag. Á vef Veszprém kemur fram að samningur Arons gildi fram á sumarið 2026. Aron, sem er 34 ára gamall, kvaddi Veszprém með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Félagið ásakaði Aron um óheiðarleika og hótaði að fara í mál við hann en Aron frábað sér þann málflutning. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn úr íslenska landsliðinu, Bjarka Má Elísson, og mun leika á ný undir stjórn Xavier Pascual sem þjálfaði hann hjá Barcelona. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem Veszprém birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Aron kveður FH eftir að hafa orðið bæði deildar- og Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, en hann kom aftur í Hafnarfjörðinn fyrir síðustu leiktíð. Í fréttatilkynningu FH segir að Aron hafi einnig gegið mikið af sér til yngri iðkenda FH og til starfs félagsins í heild, og er honum þakkað kærlega fyrir gott samstarf, vináttu og fagmennsku, og þess getið að félagið hlakki til að fá hann aftur heim síðar. Aron sendir sjálfur frá sér kveðju sem er svohljóðandi: Kæru FH-ingar, Eftir ógleymanlegt ár með félaginu hef ég tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Veszprém í Ungverjalandi og mun ekki taka frekari þátt með FH á þessu tímabili. Þegar ég gekk til liðs við FH í fyrra hafði ég eitt aðalmarkmið í huga – að verða Íslandsmeistari. Við náðum því markmiði saman, og ég er ólýsanlega stoltur af því afreki. Ferðalagið hefur verið fullt af áskorunum, sigrum og ógleymanlegum minningum. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegan stuðning. Þetta er árangur sem við náðum saman, og það skiptir mig miklu máli. Þrátt fyrir að ég sé að yfirgefa félagið núna mun ég alltaf líta á Kaplakrika sem mitt annað heimili. Ég vil þakka leikmönnum, þjálfurum, stjórninni, sjálfboðaliðum og öllum stuðningsmönnum FH fyrir ykkar ómældu vinnu og stuðning. Við erum öll ríkjandi Íslandsmeistarar og FH mun halda áfram að vera það stórveldi í íslenskum handbolta sem það hefur alltaf verið. Ég er líka sérstaklega þakklátur fjölskyldu minni og mínum allra nánustu fyrir að styðja mig heilshugar í þessari ákvörðun. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Ég á enn óklárað verkefni hjá Veszprém, og ég er spenntur fyrir að fá tækifæri til að klára það. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Veszprém en minningarnar úr Kaplakrika síðan í vor munu líka ylja mér í vetur. Bless í bili - og áfram FH! Aron Pálmarsson FH-ingur Olís-deild karla FH Ungverski handboltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Þetta staðfestir handknattleiksdeild FH í fréttatilkynningu í dag en fyrstu fréttir af vistaskiptum Arons bárust síðastliðinn fimmtudag. Á vef Veszprém kemur fram að samningur Arons gildi fram á sumarið 2026. Aron, sem er 34 ára gamall, kvaddi Veszprém með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Félagið ásakaði Aron um óheiðarleika og hótaði að fara í mál við hann en Aron frábað sér þann málflutning. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn úr íslenska landsliðinu, Bjarka Má Elísson, og mun leika á ný undir stjórn Xavier Pascual sem þjálfaði hann hjá Barcelona. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem Veszprém birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Aron kveður FH eftir að hafa orðið bæði deildar- og Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, en hann kom aftur í Hafnarfjörðinn fyrir síðustu leiktíð. Í fréttatilkynningu FH segir að Aron hafi einnig gegið mikið af sér til yngri iðkenda FH og til starfs félagsins í heild, og er honum þakkað kærlega fyrir gott samstarf, vináttu og fagmennsku, og þess getið að félagið hlakki til að fá hann aftur heim síðar. Aron sendir sjálfur frá sér kveðju sem er svohljóðandi: Kæru FH-ingar, Eftir ógleymanlegt ár með félaginu hef ég tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Veszprém í Ungverjalandi og mun ekki taka frekari þátt með FH á þessu tímabili. Þegar ég gekk til liðs við FH í fyrra hafði ég eitt aðalmarkmið í huga – að verða Íslandsmeistari. Við náðum því markmiði saman, og ég er ólýsanlega stoltur af því afreki. Ferðalagið hefur verið fullt af áskorunum, sigrum og ógleymanlegum minningum. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegan stuðning. Þetta er árangur sem við náðum saman, og það skiptir mig miklu máli. Þrátt fyrir að ég sé að yfirgefa félagið núna mun ég alltaf líta á Kaplakrika sem mitt annað heimili. Ég vil þakka leikmönnum, þjálfurum, stjórninni, sjálfboðaliðum og öllum stuðningsmönnum FH fyrir ykkar ómældu vinnu og stuðning. Við erum öll ríkjandi Íslandsmeistarar og FH mun halda áfram að vera það stórveldi í íslenskum handbolta sem það hefur alltaf verið. Ég er líka sérstaklega þakklátur fjölskyldu minni og mínum allra nánustu fyrir að styðja mig heilshugar í þessari ákvörðun. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Ég á enn óklárað verkefni hjá Veszprém, og ég er spenntur fyrir að fá tækifæri til að klára það. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Veszprém en minningarnar úr Kaplakrika síðan í vor munu líka ylja mér í vetur. Bless í bili - og áfram FH! Aron Pálmarsson FH-ingur
Olís-deild karla FH Ungverski handboltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira