Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt Björn B. Björnsson skrifar 22. október 2024 11:31 Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun