Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 11:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ítrekað þurft að svara fyrir fortíðarþrá sem margir samflokksmenn hennar virðast haldnir eftir tíma fasismans. Hún segist sjálf hafna alræðishyggju þótt hún vilji ekki lýsa sér sem „andfasista“. Vísir/EPA Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira