Er verið að blekkja fólk? Reynir Böðvarsson skrifar 27. október 2024 10:32 Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun