Þau eru við, við erum þau Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 28. október 2024 07:00 Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun