Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:44 Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun