Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 10:26 Hagstofa Íslands birtir þjóðhagsspá þrisvar á ári. Vísir/Arnar Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 0,1% í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum dróst verg landsframleiðsla saman um 1,9% á fyrri hluta ársins sem einkenndist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta og birgðabreytinga, meðal annars vegna loðnubrests. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem tekur til áranna 2024 til 2030. „Mestur var samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi en reiknað er með hagvexti á seinni hluta ársins, þá er gert ráð fyrir viðsnúningi í utanríkisviðskiptum og hóflegum vexti einkaneyslu. Árið 2025 er spáð 2,4% hagvexti sem byggist á áframhaldandi vexti einkaneyslu, bata í utanríkisviðskiptum og jákvæðu framlagi fjármunamyndunar. Árið 2026 er hagvöxtur áætlaður 2,7% og að vöxturinn verði á breiðum grunni,“ segir í spá Hagstofunnar. Horfur séu á að verðbólga hjaðni áfram á næstu árum. „En hagkerfið hefur kólnað og aðhald peningastefnunnar er enn mikið. Þá hefur gengi krónunnar styrkst á síðustu mánuðum, verðbólga erlendis hjaðnað og olíuverð á heimsmörkuðum lækkað. Hóflegir kjarasamningar til lengri tíma styðja einnig við hjöðnun verðbólgu.“ Útlit sé fyrir að vísitala neysluverðs hækki að meðaltali um 5,9% á þessu ári og um 3,8% árið 2025. „Árið 2026 er reiknað með að verðbólga verði að meðaltali 2,7%. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist samhliða hægari efnahagsumsvifum og verði að meðaltali 3,7% í ár og 4,1% á næsta ári. Laun hafa hækkað að raunvirði það sem af er ári og er gert ráð fyrir að launavísitala miðað við fast verðlag hækki um 0,5% í ár og 1,8% á næsta ári.“ Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 28. júní og er næsta útgáfa fyrirhuguð í mars 2025. Verðlag Sjávarútvegur Loðnuveiðar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem tekur til áranna 2024 til 2030. „Mestur var samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi en reiknað er með hagvexti á seinni hluta ársins, þá er gert ráð fyrir viðsnúningi í utanríkisviðskiptum og hóflegum vexti einkaneyslu. Árið 2025 er spáð 2,4% hagvexti sem byggist á áframhaldandi vexti einkaneyslu, bata í utanríkisviðskiptum og jákvæðu framlagi fjármunamyndunar. Árið 2026 er hagvöxtur áætlaður 2,7% og að vöxturinn verði á breiðum grunni,“ segir í spá Hagstofunnar. Horfur séu á að verðbólga hjaðni áfram á næstu árum. „En hagkerfið hefur kólnað og aðhald peningastefnunnar er enn mikið. Þá hefur gengi krónunnar styrkst á síðustu mánuðum, verðbólga erlendis hjaðnað og olíuverð á heimsmörkuðum lækkað. Hóflegir kjarasamningar til lengri tíma styðja einnig við hjöðnun verðbólgu.“ Útlit sé fyrir að vísitala neysluverðs hækki að meðaltali um 5,9% á þessu ári og um 3,8% árið 2025. „Árið 2026 er reiknað með að verðbólga verði að meðaltali 2,7%. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist samhliða hægari efnahagsumsvifum og verði að meðaltali 3,7% í ár og 4,1% á næsta ári. Laun hafa hækkað að raunvirði það sem af er ári og er gert ráð fyrir að launavísitala miðað við fast verðlag hækki um 0,5% í ár og 1,8% á næsta ári.“ Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 28. júní og er næsta útgáfa fyrirhuguð í mars 2025.
Verðlag Sjávarútvegur Loðnuveiðar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira