Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar 6. nóvember 2024 10:32 Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar