Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:22 Joe Biden ávarpaði Bandaríkjamenn að forsetakosningum loknum. EPA „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira