Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar 8. nóvember 2024 07:31 Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun