Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar 8. nóvember 2024 08:47 Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun