Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 10:16 Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Tryggingar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar. Vátryggingar geta bætt tjón Oft bera tjón á fasteignum skyndilega að og eru ófyrirséð, koma þau jafnvel til vegna slæmra veðurskilyrða hér á landi. Í verstu veðrum verða oft tjón á fasteignum, sem rekja má til annarra fasteigna. Þó eru ekki öll tjón, sem verða á fasteignum ófyrirséð, heldur má oft og tíðum rekja þau til lélegs viðhalds, athafnaleysis, slæmrar umhirðu og svona mætti lengi telja. Óháð því, til hvaða atvika má rekja tjón á fasteignum er ljóst að erfitt getur reynst fyrir eigendur fjöleignarhúsa að standa straum af slíkum kostnaði, enda geta tjónin verið margvísleg og kostnaður vegna þeirra hlaupið á hundruðum þúsundum eða jafnvel milljónum. Bæta vátryggingar oft tjón er verður á fasteignum og af völdum þeirra, ýmist vegna þess að tjónþoli hefur keypt vátryggingu eða, að sá sem bótaskyldur er, er ábyrgðartryggður. Skyldutryggingar og aðrar tryggingar Samkvæmt lögum um brunatryggingar er húseigendum skylt að brunatryggja allar húseignir, þ.á m. fjöleignarhús. Þá er að finna skyldu til að tryggja allar húseignir í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Nær trygging sú til tjóns af völdum náttúruhamfara. Að öðru leyti ráða húseigendur því sjálfir hvort þeir kaupi aðrar vátryggingar. Til að mæta áhættu og ábyrgð sem hvílir á eigendum fjöleignahúsa, bjóða vátryggingarfélög upp á húseigendatryggingu, eða svokallaða fasteignatryggingu eins og hún er einnig nefnd. Fasteignatrygging er samsett vátrygging sem veitir fasteignareiganda margs konar vernd, bæði vegna tjóns á fasteigninni sjálfri, t.d. af völdum leka úr vatnsleiðslum eða asahláku, svo og vernd vegna tjóns fasteignareiganda er leiðir af skaðabótaskyldu hans samkvæmt lögum (ábyrgðartrygging). Sú trygging er ekki skyldutrygging hér á landi, líkt og brunatrygging og náttúruhamfaratrygging. Fasteignatrygging er æskileg Af frumvarpi því sem varð að lögum um fjöleignarhús má ráða að til þess hefur verið ætlast eða vænst að eigendur fjöleignarhúsa kaupi sér fasteignatryggingu, einkum til þess að mæta ábyrgð sem felst í skaðabótaábyrgð eiganda og húsfélags. Sú hefur ekki orðið raunin og þrátt fyrir að margir eigendur fjöleignarhúsa séu með slíka vátryggingu í gildi, er það alls ekki algilt. Þegar tjón verður vegna fasteigna og skaðabótareglur laga um fjöleignarhús eiga við, getur ábyrgðin komið mjög harkalega niður á þeim eigendum og/eða húsfélögum sem ekki hafa keypt tryggingu til að mæta henni, enda þurfa þeir þá að greiða tjónið úr eigin vasa. Má því segja að mjög áríðandi sé fyrir fasteignareigendur að ganga vel frá vátryggingum fasteignar sinnar og hefði mögulega verið farsælast að lögbjóða skylduábyrgðartryggingu eigenda og húsfélaga samhliða ákvæðum laga um fjöleignarhús sem fjalla um skaðabótaábyrgð. Mikilvægi húsfunda Húsfélag fjöleignarhúss getur með samþykki einfalds meirihluta á löglega boðuðum húsfundi ákveðið að kaupa fasteignatryggingu fyrir húsið. Er það vegna þess, að talið er að slík nauðsyn sé að umræddri ábyrgð verði mætt með tryggingu, að meirihluti eigenda geti tekið bindandi ákvörðun um að kaupa vátryggingu fyrir alla húseignina. Sé samþykkt að kaupa vátryggingu, á hvort heldur aðalfundi eða hefðbundnum húsfundi, skal kaupa slíka tryggingu fyrir húsið allt, bæði fyrir séreignarhluta og sameign. Ákvörðun um það hvers konar trygging sé tekin og við hvaða tryggingafélag sé skipt, er í höndum húsfélagsins, sé ákvörðun löglega tekin. Hagræði fólgið í sameiginlegri fasteignatryggingu Mikið hagræði getur verið fólgið í því að eigendur fjöleignarhúss fjárfesti í sameiginlegri fasteignatryggingu. Komi til tjóns sem húsfélag er ábyrgt fyrir er auðveldara fyrir tjónþola að snúa sér til eins vátryggingarfélags, sem annast alla afgreiðslu málsins í kjölfarið. Mun torveldara er fyrir tjónþola ef að eigendur hússins eru allir vátryggðir hjá sitthvoru vátryggingarfélaginu, verður afgreiðsla slíkra mála oftar en ekki snúin og seinleg. Til hvaða muna tekur fasteignatrygging Fasteignatrygging takmarkast samkvæmt orðanna hljóðan við fasteignina sjálfa. Því tekur hún eðli málsins samkvæmt ekki til tjóns er verður vegna lausafjármuna sem eru ekki hluti af húsinu sjálfu, t.d. þegar grill, trampólín eða aðrir lausafjármunir á lóð húss fjúka og valda tjóni. Ljóst er þó að vátryggingar á bæði fasteignum og lausafé, skipa veigamikinn sess í efnahagslífi allra þjóða heims, og veita fólki fjárhagslegt öryggi á margan hátt. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun