Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 8. nóvember 2024 15:00 Það orð fer af þeim dómsmálum, þar sem einstaklingur úr röðum almennings á í deilum við sterkan aðila, að þar eigi einstaklingurinn á brattann að sækja. Margir segja að hann eigi í raun ekki möguleika. Sama gildir lítil fyrirtæki. Sem dæmi má nefna að algengt virðist meðal tryggingafélaga að fara í dómsmál út af tjónakröfum, einkum þegar tryggingafjárhæðir nema háum upphæðum. Tilgangurinn virðist að freista þess að vinna málið, enda hafi það oft vinninginn sem sterkari aðilinn í málinu. Einnig er unnt að nota þau lög sem heimila aðila máls að þenja það út til þess að það verði sem dýrast til þess að þreyta einstaklinginn fjárhagslega svo hann verði að lokum viljugri til þess að gera dómsátt, það er að semja um lægri tryggingarupphæð en skilmálar segja til um. Tapi sá málinu, sem verður fyrir tjóninu, tapar hann ekki einungis tryggingarupphæðinni heldur er hann yfirleitt einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað sem gæti numið milljónum króna. Auk þess er um að ræða lögmannskostnað og ýmsan annan kostnað sem oftast nemur miklu hærri upphæðum. Alls gæti hann í heild numið tugum milljóna. Þá stendur hann uppi með verulegt fjárhagslegt tap í stað þess að fá tjónið bætt. Það er sú áhætta sem sá sem varð fyrir tjóninu stendur frammi fyrir þegar í upphafi dómsmálsins eins og dómskerfið tekur á málunum um þessar mundir samkvæmt ákvörðunum Alþingis. Einstaklingur sem lendir í dómsmáli þarf að vara sig á því að lög geta beinlínis verið þannig úr garði gerð að þau séu sérstaklega samin fyrir hinn sterka beinlínis til þess að gera honum kleift að komast sem best frá dómsmáli á kostnað hins veikari. Sú lagaregla, sem vegur þyngst í því að geta gert dómsmálið sem dýrast er hin svokallaða forræðisregla, það er sú lagaregla að málflytjendur hafi hvor fyrir sig forræði á málinu, óháð vilja hins, sem þýðir að þeir stýra því hvor fyrir sig miklu frekar en dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður, til dæmis þegar einhver hluti málsins hefur verið þæfður fram og aftur svo mörgum mánuðum skiptir. Hafi málflytjandi hins sterka dálítið hugmyndaflug til að teygja málið og toga getur hann af þessum ástæðum gert málið nánast eins dýrt og honum sýnist. Þagnarreglan gengur út á það að aðili máls þarf ekki að svara spurningum í réttarsal eða leggja fram gögn, jafnvel ekki um það atriði sem málið snýst um. Hann getur á hinn bóginn komið með gagnkröfur á hinn aðilann sem honum hugnast betur, bæði til þess að vinna málið þannig og um leið að draga athyglina frá því sem hann vill ekki svara. Í lögum eru til leiðir fyrir dómarann að freista þess að afla svona upplýsinga en virðast afar sjaldan notaðar. Þetta er það mikilvægt að fullyrða má að mörg mál vinnast með því einu að sönnunargögn vanti sem dómarinn tekur gild. Málshraðareglan gengur út á að mál gangi eins hratt fyrir sig og verða má, sem er auðvitað hið besta mál. Hún er hins vegar mest notuð til þess að reyna að hindra að aðili máls geti lagt fram sönnunargögn til viðbragða við einhverju útspili hins aðilans. Ég held að um sé að ræða margs konar fleiri lagaákvæði sem beinlínis hygla hinum sterka í dómskerfinu. Eftirfarandi dæmi eru nærliggjandi: Flestar greiðslur beint til dómstóla, sem sá sem ákærir þarf að greiða, eru yfirleitt jafn háar hvort sem um er að ræða lítil mál þar sem upphæðir sem deilt er um nema 10–20 milljónum eða jafnvel mál þar sem deilt er um milljarða. Þar sem svo er ekki fæst mikill afsláttur í stóru málunum, ekki bara 10-20% eins og tíðkast í verslunum eða jafnvel 50-70% sem kemur fyrir í undantekningatilfellum, heldur upp í 80-99%. Félítill maður, sem höfðar mál á hendur öðrum, getur átt von á því að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði tapi hann málinu. Þarna getur verið um að ræða einhverjar milljónir króna sem sitja föst í dómnum þangað til dómur er kveðinn upp venjulega einhverjum árum seinna. Félítill maður sem tapar máli fyrir héraðsdómstóli og áfrýjar til efra dómstigs getur átt von á því að fá á sig kröfu um svokallaða löggeymslu sem er í raun ekkert annað en gjaldþrotskrafa með þeirri undantekningu að sá sem krefst hennar þarf aðeins að greiða einhverja tugi þúsunda króna fyrir í stað hundruða þúsunda í venjulegri gjaldþrotskröfu. Sennilega er að finna fjölda lagagreina sem eru almenningi í óhag eigi hann í höggi við sér sterkari aðila sem samanlagt segja í raun dómaranum að hann eigi frekar að dæma hinum sterkari í hag. Auk þess er hinn sterki miklu líklegri til þess að áfrýja. Hann hefur að minnsta kosti frekar fé í handraðanum til þess. Eins og áður sagði fer það orð af þeim dómsmálum þar sem einstaklingur meðal almennings eða lítið fyrirtæki á í hlut að þau eigi ekki möguleika. Ætti niðurstaðan að byggjast á réttlæti, sanngirni eða heilbrigðri skynsemi er líklegt að miklu réttari niðurstaða fengist að meðaltali ef kastað væri upp um hana heldur en að dómari felldi úrskurð. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það orð fer af þeim dómsmálum, þar sem einstaklingur úr röðum almennings á í deilum við sterkan aðila, að þar eigi einstaklingurinn á brattann að sækja. Margir segja að hann eigi í raun ekki möguleika. Sama gildir lítil fyrirtæki. Sem dæmi má nefna að algengt virðist meðal tryggingafélaga að fara í dómsmál út af tjónakröfum, einkum þegar tryggingafjárhæðir nema háum upphæðum. Tilgangurinn virðist að freista þess að vinna málið, enda hafi það oft vinninginn sem sterkari aðilinn í málinu. Einnig er unnt að nota þau lög sem heimila aðila máls að þenja það út til þess að það verði sem dýrast til þess að þreyta einstaklinginn fjárhagslega svo hann verði að lokum viljugri til þess að gera dómsátt, það er að semja um lægri tryggingarupphæð en skilmálar segja til um. Tapi sá málinu, sem verður fyrir tjóninu, tapar hann ekki einungis tryggingarupphæðinni heldur er hann yfirleitt einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað sem gæti numið milljónum króna. Auk þess er um að ræða lögmannskostnað og ýmsan annan kostnað sem oftast nemur miklu hærri upphæðum. Alls gæti hann í heild numið tugum milljóna. Þá stendur hann uppi með verulegt fjárhagslegt tap í stað þess að fá tjónið bætt. Það er sú áhætta sem sá sem varð fyrir tjóninu stendur frammi fyrir þegar í upphafi dómsmálsins eins og dómskerfið tekur á málunum um þessar mundir samkvæmt ákvörðunum Alþingis. Einstaklingur sem lendir í dómsmáli þarf að vara sig á því að lög geta beinlínis verið þannig úr garði gerð að þau séu sérstaklega samin fyrir hinn sterka beinlínis til þess að gera honum kleift að komast sem best frá dómsmáli á kostnað hins veikari. Sú lagaregla, sem vegur þyngst í því að geta gert dómsmálið sem dýrast er hin svokallaða forræðisregla, það er sú lagaregla að málflytjendur hafi hvor fyrir sig forræði á málinu, óháð vilja hins, sem þýðir að þeir stýra því hvor fyrir sig miklu frekar en dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður, til dæmis þegar einhver hluti málsins hefur verið þæfður fram og aftur svo mörgum mánuðum skiptir. Hafi málflytjandi hins sterka dálítið hugmyndaflug til að teygja málið og toga getur hann af þessum ástæðum gert málið nánast eins dýrt og honum sýnist. Þagnarreglan gengur út á það að aðili máls þarf ekki að svara spurningum í réttarsal eða leggja fram gögn, jafnvel ekki um það atriði sem málið snýst um. Hann getur á hinn bóginn komið með gagnkröfur á hinn aðilann sem honum hugnast betur, bæði til þess að vinna málið þannig og um leið að draga athyglina frá því sem hann vill ekki svara. Í lögum eru til leiðir fyrir dómarann að freista þess að afla svona upplýsinga en virðast afar sjaldan notaðar. Þetta er það mikilvægt að fullyrða má að mörg mál vinnast með því einu að sönnunargögn vanti sem dómarinn tekur gild. Málshraðareglan gengur út á að mál gangi eins hratt fyrir sig og verða má, sem er auðvitað hið besta mál. Hún er hins vegar mest notuð til þess að reyna að hindra að aðili máls geti lagt fram sönnunargögn til viðbragða við einhverju útspili hins aðilans. Ég held að um sé að ræða margs konar fleiri lagaákvæði sem beinlínis hygla hinum sterka í dómskerfinu. Eftirfarandi dæmi eru nærliggjandi: Flestar greiðslur beint til dómstóla, sem sá sem ákærir þarf að greiða, eru yfirleitt jafn háar hvort sem um er að ræða lítil mál þar sem upphæðir sem deilt er um nema 10–20 milljónum eða jafnvel mál þar sem deilt er um milljarða. Þar sem svo er ekki fæst mikill afsláttur í stóru málunum, ekki bara 10-20% eins og tíðkast í verslunum eða jafnvel 50-70% sem kemur fyrir í undantekningatilfellum, heldur upp í 80-99%. Félítill maður, sem höfðar mál á hendur öðrum, getur átt von á því að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði tapi hann málinu. Þarna getur verið um að ræða einhverjar milljónir króna sem sitja föst í dómnum þangað til dómur er kveðinn upp venjulega einhverjum árum seinna. Félítill maður sem tapar máli fyrir héraðsdómstóli og áfrýjar til efra dómstigs getur átt von á því að fá á sig kröfu um svokallaða löggeymslu sem er í raun ekkert annað en gjaldþrotskrafa með þeirri undantekningu að sá sem krefst hennar þarf aðeins að greiða einhverja tugi þúsunda króna fyrir í stað hundruða þúsunda í venjulegri gjaldþrotskröfu. Sennilega er að finna fjölda lagagreina sem eru almenningi í óhag eigi hann í höggi við sér sterkari aðila sem samanlagt segja í raun dómaranum að hann eigi frekar að dæma hinum sterkari í hag. Auk þess er hinn sterki miklu líklegri til þess að áfrýja. Hann hefur að minnsta kosti frekar fé í handraðanum til þess. Eins og áður sagði fer það orð af þeim dómsmálum þar sem einstaklingur meðal almennings eða lítið fyrirtæki á í hlut að þau eigi ekki möguleika. Ætti niðurstaðan að byggjast á réttlæti, sanngirni eða heilbrigðri skynsemi er líklegt að miklu réttari niðurstaða fengist að meðaltali ef kastað væri upp um hana heldur en að dómari felldi úrskurð. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun