Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2024 11:17 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning. Við þurfum að taka í taumanna áður en það verður of seint, þar sem stór hluti ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns eða gamans hérlendis. Staða menntakerfisins Menntakerfið er úrelt og allar niðurstöður sýna það hvort sem við tölum um árangur eða skoðanir borgarsamfélagsins. Við notum rúm 6-7% af landsframleiðslunni okkar í menntakerfið sem virðist ekki skila sér í miklum hag fyrir námsfólkið okkar (Education at a Glance 2023 - starfsnám lykill að aðlögun). Menntakerfið og framtíðarsýn Það eru margvíslegar ástæður fyrir afhverju menntamál hér á landi eru eins og þau eru. Fjármagnsskortur til náms og námsgagna, umhverfis þættir, félagslegs- og efnahagsaðstæður ásamt ótal fleiri ástæðna (Menntaþing, 2024) Markmið okkar er hins vegar að vera framúrskarandi í menntamálum. Þá þurfum við að vita styrkleika og veikleika okkar. Þannig væri hægt að hjálpa þeim sem standa höllum fæti námslega. Til að mynda með innsetningu ákveðinna hæfniviðmiða og sérhæfðs náms, svo þau geta skarað fram úr, ekki bara innan veggja skólans heldur í samfélaginu sjálfu. Til dæmis í PISA könnuninni kemur fram að strákar eiga erfiðara með lesskilning. Þá þurfum við að styrkja það svið meira heldur en til dæmis stærðfræðilæsi þar sem þeir standa betur að vígi (PISA 2022) Ungt fólk og aðgerðir Ungmennaráð, félagasamtök og ungmenni um allt land kalla eftir frekari eftirtekt og róttækari aðgerðum. Við viljum að tekið sé mark á okkur, það sést á líðan ungmenna hve neyðin er mikil fyrir öflugum náms-aðgerðarpakka. Þær aðgerðir sem hafa verið settar fram eru alltof seinlegar. Félagasamtök sem vinna með börnum og ungmennum eru búin að vera vara við áskorunum sem myndu myndast hjá ungmennum í mörg ár. Ítrekun til ykkar sem með völdin fara og með fögrum orðum á mikilvægi menntunar og ungmenni, það hefur einfaldlega ekki endurspeglast í gjörðum ykkar. Svo núna þurfum við að koma einhverju í verk og fylgja því eftir áður en það verður of seint svo að komandi kynslóðir nemenda þurfa að gjalda fyrir okkar mistök. Höfundur er 17 ára nemandi með mikla reynslu í félagsstörfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning. Við þurfum að taka í taumanna áður en það verður of seint, þar sem stór hluti ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns eða gamans hérlendis. Staða menntakerfisins Menntakerfið er úrelt og allar niðurstöður sýna það hvort sem við tölum um árangur eða skoðanir borgarsamfélagsins. Við notum rúm 6-7% af landsframleiðslunni okkar í menntakerfið sem virðist ekki skila sér í miklum hag fyrir námsfólkið okkar (Education at a Glance 2023 - starfsnám lykill að aðlögun). Menntakerfið og framtíðarsýn Það eru margvíslegar ástæður fyrir afhverju menntamál hér á landi eru eins og þau eru. Fjármagnsskortur til náms og námsgagna, umhverfis þættir, félagslegs- og efnahagsaðstæður ásamt ótal fleiri ástæðna (Menntaþing, 2024) Markmið okkar er hins vegar að vera framúrskarandi í menntamálum. Þá þurfum við að vita styrkleika og veikleika okkar. Þannig væri hægt að hjálpa þeim sem standa höllum fæti námslega. Til að mynda með innsetningu ákveðinna hæfniviðmiða og sérhæfðs náms, svo þau geta skarað fram úr, ekki bara innan veggja skólans heldur í samfélaginu sjálfu. Til dæmis í PISA könnuninni kemur fram að strákar eiga erfiðara með lesskilning. Þá þurfum við að styrkja það svið meira heldur en til dæmis stærðfræðilæsi þar sem þeir standa betur að vígi (PISA 2022) Ungt fólk og aðgerðir Ungmennaráð, félagasamtök og ungmenni um allt land kalla eftir frekari eftirtekt og róttækari aðgerðum. Við viljum að tekið sé mark á okkur, það sést á líðan ungmenna hve neyðin er mikil fyrir öflugum náms-aðgerðarpakka. Þær aðgerðir sem hafa verið settar fram eru alltof seinlegar. Félagasamtök sem vinna með börnum og ungmennum eru búin að vera vara við áskorunum sem myndu myndast hjá ungmennum í mörg ár. Ítrekun til ykkar sem með völdin fara og með fögrum orðum á mikilvægi menntunar og ungmenni, það hefur einfaldlega ekki endurspeglast í gjörðum ykkar. Svo núna þurfum við að koma einhverju í verk og fylgja því eftir áður en það verður of seint svo að komandi kynslóðir nemenda þurfa að gjalda fyrir okkar mistök. Höfundur er 17 ára nemandi með mikla reynslu í félagsstörfum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun