Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2024 11:17 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning. Við þurfum að taka í taumanna áður en það verður of seint, þar sem stór hluti ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns eða gamans hérlendis. Staða menntakerfisins Menntakerfið er úrelt og allar niðurstöður sýna það hvort sem við tölum um árangur eða skoðanir borgarsamfélagsins. Við notum rúm 6-7% af landsframleiðslunni okkar í menntakerfið sem virðist ekki skila sér í miklum hag fyrir námsfólkið okkar (Education at a Glance 2023 - starfsnám lykill að aðlögun). Menntakerfið og framtíðarsýn Það eru margvíslegar ástæður fyrir afhverju menntamál hér á landi eru eins og þau eru. Fjármagnsskortur til náms og námsgagna, umhverfis þættir, félagslegs- og efnahagsaðstæður ásamt ótal fleiri ástæðna (Menntaþing, 2024) Markmið okkar er hins vegar að vera framúrskarandi í menntamálum. Þá þurfum við að vita styrkleika og veikleika okkar. Þannig væri hægt að hjálpa þeim sem standa höllum fæti námslega. Til að mynda með innsetningu ákveðinna hæfniviðmiða og sérhæfðs náms, svo þau geta skarað fram úr, ekki bara innan veggja skólans heldur í samfélaginu sjálfu. Til dæmis í PISA könnuninni kemur fram að strákar eiga erfiðara með lesskilning. Þá þurfum við að styrkja það svið meira heldur en til dæmis stærðfræðilæsi þar sem þeir standa betur að vígi (PISA 2022) Ungt fólk og aðgerðir Ungmennaráð, félagasamtök og ungmenni um allt land kalla eftir frekari eftirtekt og róttækari aðgerðum. Við viljum að tekið sé mark á okkur, það sést á líðan ungmenna hve neyðin er mikil fyrir öflugum náms-aðgerðarpakka. Þær aðgerðir sem hafa verið settar fram eru alltof seinlegar. Félagasamtök sem vinna með börnum og ungmennum eru búin að vera vara við áskorunum sem myndu myndast hjá ungmennum í mörg ár. Ítrekun til ykkar sem með völdin fara og með fögrum orðum á mikilvægi menntunar og ungmenni, það hefur einfaldlega ekki endurspeglast í gjörðum ykkar. Svo núna þurfum við að koma einhverju í verk og fylgja því eftir áður en það verður of seint svo að komandi kynslóðir nemenda þurfa að gjalda fyrir okkar mistök. Höfundur er 17 ára nemandi með mikla reynslu í félagsstörfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning. Við þurfum að taka í taumanna áður en það verður of seint, þar sem stór hluti ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns eða gamans hérlendis. Staða menntakerfisins Menntakerfið er úrelt og allar niðurstöður sýna það hvort sem við tölum um árangur eða skoðanir borgarsamfélagsins. Við notum rúm 6-7% af landsframleiðslunni okkar í menntakerfið sem virðist ekki skila sér í miklum hag fyrir námsfólkið okkar (Education at a Glance 2023 - starfsnám lykill að aðlögun). Menntakerfið og framtíðarsýn Það eru margvíslegar ástæður fyrir afhverju menntamál hér á landi eru eins og þau eru. Fjármagnsskortur til náms og námsgagna, umhverfis þættir, félagslegs- og efnahagsaðstæður ásamt ótal fleiri ástæðna (Menntaþing, 2024) Markmið okkar er hins vegar að vera framúrskarandi í menntamálum. Þá þurfum við að vita styrkleika og veikleika okkar. Þannig væri hægt að hjálpa þeim sem standa höllum fæti námslega. Til að mynda með innsetningu ákveðinna hæfniviðmiða og sérhæfðs náms, svo þau geta skarað fram úr, ekki bara innan veggja skólans heldur í samfélaginu sjálfu. Til dæmis í PISA könnuninni kemur fram að strákar eiga erfiðara með lesskilning. Þá þurfum við að styrkja það svið meira heldur en til dæmis stærðfræðilæsi þar sem þeir standa betur að vígi (PISA 2022) Ungt fólk og aðgerðir Ungmennaráð, félagasamtök og ungmenni um allt land kalla eftir frekari eftirtekt og róttækari aðgerðum. Við viljum að tekið sé mark á okkur, það sést á líðan ungmenna hve neyðin er mikil fyrir öflugum náms-aðgerðarpakka. Þær aðgerðir sem hafa verið settar fram eru alltof seinlegar. Félagasamtök sem vinna með börnum og ungmennum eru búin að vera vara við áskorunum sem myndu myndast hjá ungmennum í mörg ár. Ítrekun til ykkar sem með völdin fara og með fögrum orðum á mikilvægi menntunar og ungmenni, það hefur einfaldlega ekki endurspeglast í gjörðum ykkar. Svo núna þurfum við að koma einhverju í verk og fylgja því eftir áður en það verður of seint svo að komandi kynslóðir nemenda þurfa að gjalda fyrir okkar mistök. Höfundur er 17 ára nemandi með mikla reynslu í félagsstörfum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar