Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 16:03 Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun