200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar 15. nóvember 2024 10:03 Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun