Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 20:02 Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jafnréttismál Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun