Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Jón Fannar Kolbeinsson skrifa 19. nóvember 2024 13:45 Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun