Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 12:16 Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári. Að sama skapi hefur því verið spáð að verðbólga lækki úr 5,1% í 4,5% hinn 28. nóvember næstkomandi – sem greiðir götu enn frekari vaxtalækkana í þágu heimila og fyrirtækja. Ábyrgð og forgangsröðun skilar sér Vaxtalækkanir sem þessar eru auðvitað afskaplega ánægjulegur árangur af markvissum og samþættum aðgerðum opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tómarúmi kosningaloforða. Þetta er staðfesting á að stefna okkar virkar sem miðar að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. Við erum með ábyrga efnahagsstefnu og með aðhald í ríkisfjármálum. Í ríkisfjármálunum er meðal annars forgangsraðað í þágu þeirra mikilvægu langtímakjarasamninga sem gerðir voru á milli aðila vinnumarkaðarins. Verðbólguvæntingar eru að lækka og hafa ekki verið lægri síðan 2021! Kanínur upp úr hatti Nú sigla með himinskautum flokkar, Samfylking og Viðreisn, sem tala digurbarkalega um að það þurfi að „negla niður vexti“ og „lækka þessa vexti“. Hafa þeir flokkar í engu sagt hvað þeir myndu gera öðruvísi en Framsókn er nú þegar að gera í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Staðreyndin er sú að okkar plan er að virka eins og lagt var upp með. Því er ekki að neita að verðbólga í kjölfar fordæmalauss heimsfaraldurs og stríðsins í Evrópu hefur tekið á. Þá missti 1% þjóðarinnar húsnæði sitt vegna jarðhræringanna í Grindavík. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við samfélagið í kjölfar heimsfaraldursins, þegar 20.000 störf hurfu og margs konar starfsemi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í samfélagi sem lenti á báðum fótum. Flokkarnir sem gleymdu að byggja Það sem hefur fyrst og síðast haldið lífi í verðbólgunni er framboðsskortur á húsnæði. Samfylkingin og Viðreisn geta ekki litið fram hjá ábyrgð sinni á lóðaskortstefnu í borginni til ársins 2022. Eins og alþjóð veit sváfu þessir flokkar á verðinum í húsnæðismálum í Reykjavík, langstærsta sveitarfélagi landsins. Á þetta bentu meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands og Samtök iðnaðarins. Það þýðir hins vegar ekki að gráta Björn bónda, heldur líta fram á veginn og gera betur. Framsókn með borgarstjóra í fylkingarbrjósti hefur tekið þessi mál föstum tökum með því að ryðja nýtt land og skipuleggja ný hverfi, en þau nýmæli urðu að borgin skuldbatt sig til að byggja 16.000 nýjar íbúðir á næstu 10 árum, t.d í Úlfarsárdal og Kjalarnesi, en þar er nú verið að úthluta lóðum í fyrsta sinn í áraraðir. Það eru markverðar breytingar. Áfram veginn Ég er sannfærð um að við munum sjá vexti lækka skarpt með áframhaldandi ábyrgð af leiðarljósi. Við þurfum ekki á kollsteypum eða auknum byrðum á fólk og fyrirtæki að halda. Hér bjóða fram flokkar sem vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki, skera niður hið opinbera um 20% eða ganga í Evrópusambandi með tilheyrandi atvinnuleysi og fullveldisframsali í auðlindamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum frekar að tryggja að atvinnulífið okkar geti haldið áfram að skapa hér verðmæti til að undirbyggja hér aukna lífskjarasókn til framtíðar – og við erum fullfær um það sjálf. Við í Framsókn vinnum vinnuna sem þarf að vinna og óskum eftir þínum stuðningi í því verkefni. Setjum við X við B! Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári. Að sama skapi hefur því verið spáð að verðbólga lækki úr 5,1% í 4,5% hinn 28. nóvember næstkomandi – sem greiðir götu enn frekari vaxtalækkana í þágu heimila og fyrirtækja. Ábyrgð og forgangsröðun skilar sér Vaxtalækkanir sem þessar eru auðvitað afskaplega ánægjulegur árangur af markvissum og samþættum aðgerðum opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tómarúmi kosningaloforða. Þetta er staðfesting á að stefna okkar virkar sem miðar að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. Við erum með ábyrga efnahagsstefnu og með aðhald í ríkisfjármálum. Í ríkisfjármálunum er meðal annars forgangsraðað í þágu þeirra mikilvægu langtímakjarasamninga sem gerðir voru á milli aðila vinnumarkaðarins. Verðbólguvæntingar eru að lækka og hafa ekki verið lægri síðan 2021! Kanínur upp úr hatti Nú sigla með himinskautum flokkar, Samfylking og Viðreisn, sem tala digurbarkalega um að það þurfi að „negla niður vexti“ og „lækka þessa vexti“. Hafa þeir flokkar í engu sagt hvað þeir myndu gera öðruvísi en Framsókn er nú þegar að gera í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Staðreyndin er sú að okkar plan er að virka eins og lagt var upp með. Því er ekki að neita að verðbólga í kjölfar fordæmalauss heimsfaraldurs og stríðsins í Evrópu hefur tekið á. Þá missti 1% þjóðarinnar húsnæði sitt vegna jarðhræringanna í Grindavík. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við samfélagið í kjölfar heimsfaraldursins, þegar 20.000 störf hurfu og margs konar starfsemi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í samfélagi sem lenti á báðum fótum. Flokkarnir sem gleymdu að byggja Það sem hefur fyrst og síðast haldið lífi í verðbólgunni er framboðsskortur á húsnæði. Samfylkingin og Viðreisn geta ekki litið fram hjá ábyrgð sinni á lóðaskortstefnu í borginni til ársins 2022. Eins og alþjóð veit sváfu þessir flokkar á verðinum í húsnæðismálum í Reykjavík, langstærsta sveitarfélagi landsins. Á þetta bentu meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands og Samtök iðnaðarins. Það þýðir hins vegar ekki að gráta Björn bónda, heldur líta fram á veginn og gera betur. Framsókn með borgarstjóra í fylkingarbrjósti hefur tekið þessi mál föstum tökum með því að ryðja nýtt land og skipuleggja ný hverfi, en þau nýmæli urðu að borgin skuldbatt sig til að byggja 16.000 nýjar íbúðir á næstu 10 árum, t.d í Úlfarsárdal og Kjalarnesi, en þar er nú verið að úthluta lóðum í fyrsta sinn í áraraðir. Það eru markverðar breytingar. Áfram veginn Ég er sannfærð um að við munum sjá vexti lækka skarpt með áframhaldandi ábyrgð af leiðarljósi. Við þurfum ekki á kollsteypum eða auknum byrðum á fólk og fyrirtæki að halda. Hér bjóða fram flokkar sem vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki, skera niður hið opinbera um 20% eða ganga í Evrópusambandi með tilheyrandi atvinnuleysi og fullveldisframsali í auðlindamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum frekar að tryggja að atvinnulífið okkar geti haldið áfram að skapa hér verðmæti til að undirbyggja hér aukna lífskjarasókn til framtíðar – og við erum fullfær um það sjálf. Við í Framsókn vinnum vinnuna sem þarf að vinna og óskum eftir þínum stuðningi í því verkefni. Setjum við X við B! Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjavík suður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar