Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:31 Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar