Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:01 Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun