Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar 25. nóvember 2024 10:10 Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.? Píratar eru vissulega með metnaðarfullar stefnur í öllum ofangreindum málum sem við höfum lagt áherslu á í þessari kosningabaráttu, og munum setja í forgang eftir kosningarnar. Ásamt því erum við líka með langmetnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna og höfum við fengið viðurkenningu þess efnis tvær kosningar í röð. Sérstaða Pírata Okkar sérstaða er samt ekki endilega í þessum málum, þó svo ég vilji meina að okkar stefnur beri af í þessum málaflokkum. Píratar voru stofnaðir vegna þess að við vildum boða kerfisbreytingar í íslenskum stjórnmálum. Tilgangurinn með því að boða kerfisbreytingar er til að tryggja að kerfið sé skilvirkt til lengri tíma og að við séum ekki að setja plástur á vandamálin í fjögur ár, heldur séum við að ráðast á rót vandans. Stefnur Pírata hafa að geyma áherslur sem allir flokkar geta tekið undir, en samhliða því boðum við einnig píratískar lausnir í öllum málaflokkum. Hin píratíska nálgun Tökum heilbrigðismál sem dæmi: Píratar ætla að tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu með því að innleiða tæknilausnir þannig að fólk á landsbyggðinni hafi greiðari aðgang að sérfræðilæknum. Píratar ætla að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga sem mun standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Píratar hafa alltaf og munu áfram leggja áherslu á snemmtækt inngrip, forvarnir og skaðaminnkun. Það er verðug fjárfesting að fjárfesta í góðri heilsu allra Íslendinga um allt land. Þessar píratísku lausnir má sjá í öllum stefnum Pírata, t.d. í efnahagsstefnunni, þar sem við leggjum til að hækka persónuafsláttinn og greiða hann út, eða í sjávarútvegsstefnunni, þar sem við leggjum til að aðskilja veiðar og vinnslu, allur fiskur fari á fiskmarkað og að aflaheimildir fari á uppboð þannig hægt sé að skapa gagnsæjan og sanngjarnan fiskmarkað þar sem fiskurinn er ekki undirverðlagður. Spillingarvaktin Það sem aðskilur Pírata frá öllum öðrum flokkum er að við stöndum spillingarvaktina á Alþingi Íslendinga. Við tökum slagi sem eru óvinsælir,spyrjum um innanhúsmál, við bendum á sérhagsmunagæslu í málum sem eiga að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og við birtum skýrslur sem okkur var meinað að birta því við teljum að það eigi fullt erindi við almenning. Þetta er ekki alltaf vinsæll slagur til að taka og það er allt í lagi. Við tökum hann samt og ástæðan fyrir því er afar einföld: Við viljum heiðarleg og gagnsæ stjórnmál. Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að hag allra sem hér búa, ekki bara sumra. Í okkar orðabók þýðir það að “vinna fyrir almenning” líka að t.d. bæta kjör einstæðra foreldra, afnema skerðingu ellilífeyris, leyfa frjálsar strandveiðar og handfæraveiðar, hjálpa fólki með fíknisjúkdóm í stað þess að refsa þeim, hækka fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris, veita námsstyrki í stað námslána, fasa út ófyrirsjáanleg lánakjör eins og breytilega vexti og verðtryggð neytendalán og lengi gæti ég haldið áfram. Píratar ætla nefnilega að vinna fyrir alla Íslendinga með almannahagsmuni að leiðarljósi, á sama tíma og við munum standa spillingarvaktina á Alþingi. Það er okkar erindi í pólitík og við erum nokkuð góð í því. Höfundur skipar efsta sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun